You do not have permission to delete messages in this group
Copy link
Report message
Show original message
Either email addresses are anonymous for this group or you need the view member email addresses permission to view the original message
to Vatna
Nokkrar stórborgir í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna búa sig nú undir
eitthvert versta vetrarveður í manna minnum á þessum slóðum.
Blindhríð og stormur mun skella á borgunum Chicago, Oklahoma og St.
Louis. Í frétt um málið á CNN segir að lögregluyfirvöld og
björgunarsveitir í þessum borgum og víðar í þessum ríkjum séu
undirbúnar undir veðrið sem skellur á síðar í dag.
Haft er eftir veðurfræðingi í Chicago að sennilega verði þar um að
ræða einn af tíu verstu vetrarstormum í sögu borgarinnar. Reiknað er
með að snjókoman í borginni muni samsvara 50 sentimetrum af
jafnföllnum snjó.