Þurrkar í A-Afríku

3 views
Skip to first unread message

Thorsteinn Thorgeirsson

unread,
Jan 25, 2011, 8:52:07 PM1/25/11
to Vatna
Tekið af Earth Observatory síðu NASA.

Fjallar um mikla þurrka í austanverðri Afríku.

Samsett SPOT-mynd (sjá link neðst) sýnir mikla þurrka í Sómalíu, Kenýa
og sunnanverðri Eþíópíu.

Myndin sýnir samanburð á vexti gróðurs frá 1. til 10. janúar 2011 og
meðalvexti gróðurs í janúar milli áranna 1999 og 2009. Brúnn litur
sýnir að plöntur uxu hægar, með færri ljóstillífandi laufblöðum en í
meðalári.

Segir að dæmigerður desember í austur Afríku sé blautur og markar endi
á þriggja mánaða regntímabils áður en löng þurrkatíð gengur í garð.
Árið 2010, hafi rigningar þó verið óstöðugar og stytti upp snemma í
nóvember. Desember var heitur og þurr.

- Uppskeran varð rýr í stórum hluta Sómalíu. Hefur leitt til
matarskorts og dauða búfénaðar.
- 2/3 hlutar Sómalíu fengu minna en 75% af eðlilegri úrkomu.

Talað um tengsl við La Niña.

- Síðla árs 2010 kólnaði yfirborðssjór í austanverðu Kyrrahafi á
meðan hlýrri sjór safnaðist upp í því vestanverðu.
- Veldur mikilli úrkomu í Ástralíu, á Filipseyjum og í Indónesíu.
- Vestlægir vindar styrkjast yfir Indlandshafi og draga með sér raka
frá A-Afríku í átt að Indónesíu.

Útkoma = Þurrkar í austur Afríku. Flóð og grænn gróður í suðaustur
Asíu.


Linkur á frétt: http://earthobservatory.nasa.gov/NaturalHazards/view.php?id=48850&src=nha
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages