Neyðarástand víða í Bandaríkjunum

0 views
Skip to first unread message

Haukur Guðmunds

unread,
Feb 2, 2011, 5:44:58 AM2/2/11
to Vatna
http://visir.is/neydarastand-vida-i-bandarikjunum-vegna-ovedurs/article/2011314354339

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Illinois, Indiana, Missouri og
Oklahoma en þar geysar nú eitt versta vetrarveður í manna minnum.

Búið er að aflýsa nær 10.000 flugferðum sökum veðursins og stærsti
flugvöllur heims, O´Hara í Chicago, er lamaður en þar hefur 1.300
flugferðum verið aflýst.

Blindhríð og mikill skafrenningur er víða en búið er að gefa út
viðvaranir í tæplega 30 ríkjum landsins vegna veðursins. Samgöngur
liggja víða niðri og rafmagnslínur eru að slitna vegna ísingar.

Í frétt á CNN segir að búast megi við að veðrið hafi áhrif á daglegt
líf um 100 milljóna Bandaríkjamanna í dag.
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages