Aska jók jökulbráð

6 views
Skip to first unread message

Ása Björg Gylfadóttir

unread,
Jan 18, 2011, 6:54:43 PM1/18/11
to Vatna
Veðurstofa Íslands, 7. janúar 2010

> Viss þykkt ösku jók jökulbráð en meiri þykkt einangraði.
> Mikil jökulbrá á svæðum þar sem aska frá Eyjafjallajökulsgosinu lá í hæfilegri þykkt á jöklum landsins.
> Lítið rennsli í drag- og lindám vegna lítillar úrkomu.
> Rennslið í Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði fór langt fram úr meðallagi og vatnsmagnið sem rann fram í júní, júlí og ágúst varð 1,4 km3 meira en á sama tíma í meðalári.
> Varla hefur komið skúr á vatnasviði Haffjarðará síðastliðið sumar.

Mynd/línurit:
http://vedur.is/um-vi/frettir/2011/bigimg/2096?ListID=0
Sýnir rennsli í Jökulsá á Fjöllum

http://vedur.is/um-vi/frettir/2011/bigimg/2096?ListID=1
Sýnir áhrif lítillrar úrkomu

Vatnsárið er skilgreint frá 1. september til 31. ágúst ár hvert og
síðla árs fer fram túlkun gagna.

Það sem einkennir rennsli vatnsfalla á vatnsárinu 2009/2010 er annars
vegar hin mikla jökulbrá á svæðum þar sem aska frá
Eyjafjallajökulsgosinu lá í hæfilegri þykkt á jöklum landsins og hins
vegar lítið rennsli í drag- og lindám vegna lítillar úrkomu, þetta
átti einkum við á Vesturlandi.

Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði var mjög nærri meðallagi þar til í
júní þegar jökulbráðin hófst. Hlýtt var í veðri og sólríkt og fór
rennslið langt fram úr meðallagi og vatnsmagnið sem rann yfir
sumarmánuðina varð 1,4 km3 meira en á sama tíma í meðalári.
Þessi umframbráðnun nemur um 1,2 m þykks íss yfir allt vatnasvið
árinnar á jökli og nemur heildarbráðnun íssins á tímabilinu 2 m.
Vorleysingar af hálendinu hefjast í apríl og maí en í júní hefst
jökulbráðnunin.

Á jökulbráðnunartímanum var rennsli Markafljóts ekki mikið. Líklegast
þykir að þykk aska hafi einangrað vatnasviðið á norðvestanverðum
Mýrdalsjökli en úrkoma kemur kröftuglega fram í Markarfljóti.

Haffjarðará var mjög vatnslítil síðsumars vegna þurrka á Vesturlandi.
Varla kom skúr á vatnasviði árinnar síðastliðið sumar.

Vefsíða: http://vedur.is/um-vi/frettir/2011/nr/2096
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages