Mestu þurrkar í 40 ár í Peking

2 views
Skip to first unread message

Hákon Jensson

unread,
Feb 1, 2011, 1:27:20 PM2/1/11
to Vatna
Ekki hafa Peking-búar upplifað jafn mikla þurrka í 40 ár, en hvorki
hefur rignt né snjóað í borginni í þrjá mánuði, að því er fram kemur á
vef Beijing Times.

Síðasta úrkoma átti sér stað 23. október, en síðan þá hefur engin
marktæk úrkoma orðið í höfuðborginni, segir Chen Dagang, fulltrúi
Veðurstofunnar í Peking.

90 prósent hveitiplantna eru farin að visna og varaforði og grunnvatn
er mun minna en undanfarin ár sökum langvarandi þurrka.

Þurrkarnir herja víðar á Kína. Í Shandong fylki í austurhluta landsins
hefur ekki verið jafn þurrt í 60 ár. Frá því í október 2010 hefur
úrkoma í fylkinu ekki mælst nema 11 mm, sem er 86 prósentum minna en
venjulega.

240.000 manns glíma nú við vatnsskort í Shandong og ef staðan helst
óbreytt fyrir nýársfögnuð Kínverja þann 3. febrúar mun þeim fjölga um
60.000.

Í Suður-Kína er ástandið hinsvegar andstætt. Stöðug snjókoma og úrkoma
hafa þar gert mörgum landsbyggðaríbúum lífið leitt. Jiang Zude, einn
íbúanna, segir að hrísgrjón fyrir fjölskyldu sína endist ekki nema í
fimm daga og að hvergi væri hægt að fá grænmeti. ,,Í þessu frostveðri
höfum við einungis borðað salt og heitan pipar með hrísgrjónum.”

Veðurstofa Kína segir að árið 2010 hafi verið það öfgafyllsta í heilan
áratug. Hefur þjóðin upplifað allt frá óvenjulega háum og óvenjulega
lágum hitastigum til þurrka, regnstorma og fellibylja. Segir Chen
Zhenlin, fulltrúi Veðurstofunnar, að hlýnun jarðar spilaði þar stóran
þátt.

http://is.radio86.com/frettir/mestu-thurrkar-i-40-ar
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages