You do not have permission to delete messages in this group
Copy link
Report message
Show original message
Either email addresses are anonymous for this group or you need the view member email addresses permission to view the original message
to Vatna
Vöxtur í Ölfusá
tidarandinn - 24. janúar 2011 - 13:06
* Fjölmiðlar
Rennsli Ölfusár eykst enn við Selfoss og nær hámarki síðdegis eða í
kvöld. Skemmdir urðu á vegum á Vestfjörðum vegna vatnavaxta og í
Húnaþingi þurfti að bjarga hrossum sem lentu í sjálfheldu vegna flóða.
Mikil rigning og hlýindi á suður- og vesturhluta hálendisins olli
flóðum um helgina. Vatn flæddi yfir vegi á Vestfjörðum og varar
Vegagerðin við skemmdum á vegum á Þröskuldum, í Steingrímsfirði og í
Dýrafirði. Á vefsíðunni Strandir.is segir að þar hafi í gær getið að
líta stöðuvötn þar sem engin voru áður og að smálækir hafi orðið að
skaðræðisfljótum.
Þá óx mjög í Víðidalsá í Húnaþingi og var Björgunarsveitin Húnar á
Hvammstanga kölluð út á laugardag þegar ljóst var að á þriðja tug
hrossa var innikróaður í hólma í ánni. Bændur í nágrenninu komu á
dráttarvélum og ruddu leið í gegnum klakahrönglið út í hólmann og
greiðlega gekk að ná hrossunum í land. Fram kemur á vef Húna að
tuttugu og fjögur hross hafi komið í land úr hólmanum.
Miklir vatnavextir voru einnig í Norðurá og Hvítá í Borgarfirði í gær
og einnig í Hvítá í Árnessýslu en nú hefur sjatnað í ánum og búist er
við að flóðin hafi gengið til sjávar síðdegis. Rennsli Þjórsár er nú í
hámarki og enn vex í Ölfusá við Selfoss og telur Veðurstofan að
rennsli árinnar muni ná hámarki seinni partinn í dag eða í kvöld.
Ísrek í ánum torveldar hins vegar mælingar Veðurstofunnar. Vatnavextir
í Ölfusá, Hvítá og Þjórsá eru þeir mestu frá árinu 2007. Eftir því sem
næst verður komist hefur hvergi orðið alvarlegt tjón vegna flóðanna.