Skyndilegur kuldi hefur áhrif á færð

1 view
Skip to first unread message

Hanna Hrund Einarsdóttir

unread,
Feb 2, 2011, 5:49:09 AM2/2/11
to Vatna
Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja, éljagangur og
stórhríð og ekkert ferðaveður og allur mokstur í bið, að sögn
Vegagerðarinnar.

Ófært og stórhríð er á Fróðarheiði og þungfært. þæfingsfærð og
stórhríð á norðanverðu Snæfellsnesi. Ófært er á Bröttubrekku. Þungfært
og stórhríð er á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka, hálkublettir og víða skafrenningur.
Þæfingsfærð og skafrenningur er í Ísafjarðardjúpi.

Á Norðvesturlandi er víða hálka, skafrenningur og éljagangur.

Á Norðausturlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur.

Á Austurlandi er þæfingsfærð og skafrenningur á Oddskarði, þungfært og
stórhríð er á Fjarðarheiði

Á Suðausturlandi eru hálkublettir og snjóþekja.

Á Suðurlandi er víða hálka og hálkublettir.


http://mbl.is/frettir/innlent/2011/02/02/thungfaert_a_vesturlandi/
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages