Landeigendur ósáttir við dóm

2 views
Skip to first unread message

Guðjón

unread,
Jan 26, 2011, 4:51:09 AM1/26/11
to Vatna
Landeigendur við Jökulsá á Dal eru ósáttir með dóm héraðsdóms
Austurlands um vatnsréttindi sem féll í dag. Þeir segja dóminn
staðfesta að verið sé að selja vatnsréttindi hér á landi á spottprís.
Dómurinn staðfesti niðurstöðu sérstakrar matsnefndar sem lagði mat á
verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Matsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að réttindin yrðu metin á 1,6
milljarða króna. Flestir þeirra sem eiga vatnsréttindi við Jökulsá á
Dal sóttu málið gegn Landsvirkjun -alls rúmlega 60 manns.

Þórður Bogason, lögmaður Landsvirkjunar í málinu segir dóminn benda á
mikilvægi samnings sem landeigendur og Landsvirkjun gerðu um að málið
yrði metið á eignarréttarlegum forsendum. Landeigendur séu með dómnum
að fá verulegar fjárhæðir fyrir eingreiðslu á framsali réttinda sem
séu áhættulaus að þeirra hálfu. Niðurstaðan sé í samræmi við lög og
reglur um eignarnám.

Landeigendurnir gerðu á sínum tíma kröfu um að samtals yrðu greiddir
tæpir 96 milljarðar króna vegna vatnsréttinda Kárahnjúkavirkjunar í
heild sinni, -en það er næstum sama fjárhæð og Kárahnjúkavirkjun
kostaði.
Dómurinn kemst nú að sömu niðurstöðu og matsnefndin hafði áður gert.

Jónas Guðmundsson, formaður landeigendafélagsins, segir þetta ekki
nema tæpir tíu milljarðar sem öll nýtanleg vatnsréttindi hér á landi
séu metin á. Þetta sé smáupphæð miðað við öll þau verðmæti sem þessi
orka geti skapað. Landsvirkjun sé um fjóra mánuði að hala inn þessari
upphæð með gróða af virkjuninni og sölu til álversins.



Linkur á frétt: http://www.ruv.is/frett/landeigendur-osattir-vid-dom
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages