Stórflóð í Jeddah í Sádi Arabíu

2 views
Skip to first unread message
Message has been deleted

Helga Óladóttir

unread,
Jan 27, 2011, 9:15:59 PM1/27/11
to va...@googlegroups.com
Fyrst birt: 27.01.2011 16:47 GMT
Síðast uppfært: 27.01.2011 18:04 GMT

Stórflóð í Jeddah í Sádi Arabíu


Mikil vandamál hafa skapast vegna flóðanna í Jeddah. NordicPhotos/AFP
Stór hluti Jeddah, næststærstu borgar Sádi Arabíu, er undir vatni eftir gríðarlega vatnavexti undanfarinn sólarhring. Herinn var kallaður út til að aðstoða við björgunarstörf og notaði þyrlur til að flytja meira en 500 manns frá flóðasvæðinu. Þúsundir hafa flúið heimili sín.

Ekkert holræsakerfi er í borginni. Þar búa meira en fjórar milljónir manna. Úrgangur er geymdur í stórum rotþróm sem eru grafnar í jörðu. Flætt hefur upp úr þeim og skólpið blandast flóðvatninu. Það skapar mikla sjúkdómahættu. Meira en 120 manns létust í flóðum í Jeddah fyrir tveimur árum.

fre...@ruv.is


flod_saudi_arabia.jpg.crop_display.jpg
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages