Ástralir búa sig undir frekari hamfarir

0 views
Skip to first unread message

Hafdís Inga

unread,
Jan 31, 2011, 12:12:34 PM1/31/11
to Vatna
Ástralir búa sig undir frekari hamfarir
af mbl.is 30. janúar 2011

> Hitabeltisstormurinn Anthony stefnir nú á Queensland og er búist við að hann skelli á ströndinni undir kvöld að áströlskum tíma.

> Honum munu fylgja óvenjuhá sjávarföll og mun reyna á flóðvarnir.

> „Getur þjóðin í alvöru átt von á fleiri grimmilegum áföllum í Queensland?" og því miður virðist svarið vera já," sagði Julia Gillard forsætisráðherra Ástralíu í dag.

> Rekja má erfiðleika Ástrala til veður- og haffræðifyrirbærisins La Niña sem orsakast af því að sjávarhiti í Kyrrahafi er undir meðalhita sem eykur líkurnar á hitabeltisstormum með ofsarigningum og flóðum.

> Í kjölfar Anthony má búast við hitabeltisstorminum Yasi sem veðurfræðingar segja að muni hafa í för með sér vindhraða upp á nokkur hundruð kílómetra á klukkustund og gríðarlegar rigningar.

> Yfirvöld reyna eftir bestu getu að undirbúa sig til að draga úr hugsanlegu tjóni en hamfarirnar hafa þegar haft áhrif á líf þúsunda manna og valdið 35 dauðsföllum.


Ástralir eru orðnir þrekaðir af þeim þrálátu flóðum sem valdið hafa
gríðarlegri eyðileggingu í norðausturhluta landsins en þeir búa sig
undir enn frekari hamfarir því búist er við að tveir hitabeltisstormar
skelli á landinu. Það er óttast að einn meiri eyðilegging verði í þeim
fjölmörgu bæjum sem glíma enn við flóð.

Forsætisráðherra Ástralíu, Julia Gillard, talaði við íbúa Queensland í
dag og varaði þá við frekari hamförum. Yfirvöld reyna að undirbúa sig
eftir bestu getu til að draga úr hugsanlegu tjóni en hamfarirnar hafa
þegar haft áhrif á líf þúsunda manna og valdið 35 dauðsföllum.

http://mbl.is/frettir/erlent/2011/01/30/astralir_bua_sig_undir_frekari_hamfarir/

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages