Að rífa gamalt hús og byggja nýtt.

12 views
Skip to first unread message

Þóra

unread,
Jan 11, 2008, 2:35:44 PM1/11/08
to Notendahópur V3.is
Getum við sem húseigendur, ákveðið að rífa húsið okkar og byggja nýtt
á lóðinni?

Hvaða ferli setjum við af stað ef við ákveðum að rífa húsið okkar? Er
nóg að sækja um hjá Byggingafulltrúa?

Það væri gaman að fá að vita meira um hvernig þetta fer fram í
framhaldi af umræðunni um húsin á Laugavegi 2 og 4, sem eru eftst á
baugi um þessar mundir. Ef einhver ykkar, kæru lesendur, vita eitthvað
um þetta, segið okkur hinum frá því hvernig svona mál ganga fyrir sig
almennt í Reykjavík og/eða í öðrum sveitarfélögum.

Getur verið að það borgi sig fyrir okkur að rífa húsið okkar og byggja
nýtt á lóðinni? Hver stýrir því hvaða hús má rífa og hvaða hús fá að
standa? Ræður eigandi mestu um það eða er það deiliskipulagið sem
ræður? Má frekar rífa hús sem eru yngri en 50 ára frekar en þau sem
eru 50 ára eða eldri?

Mér finnst það nú svolítið hæpið að það borgi sig almennt að rífa
gamla, góða húsið sitt, en gott að fá á hreint hvaða reglur gilda í
þessum málum og ég tala nú ekki um, hvort farið sé eftir þeim......
Kærar kveðjur,
Þóra, www.V3.is
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages