Fyrirspurnir og svör um málefni sem varða húseigendur, fasteignir og viðhald húsa

8 views
Skip to first unread message

Þóra

unread,
Nov 15, 2007, 5:48:16 PM11/15/07
to Notendahópur V3.is
Komin er ný síða á www.V3.is. Síðan er undir tenglinum "Fyrirspurnir
og svör" á forsíðu. Síðan er sett fram sem tilraun til að búa til síðu
sem inniheldur spurningar og svör um allt sem fasteignir varðar.

V3 gerist þannig milliliður milli húseigenda og sérfræðinga sem vita
allt um viðhald og fasteignir!

Á síðunni er fyrirhugað að birta fyrirspurnir og svör við þeim.

Fyrispurnir eða svör skal senda á Netfangið: vb...@vbok.is

Ef þú ert með fyrirspurn varðandi viðhald eða eitthvað sem að
fasteign, húsfélagi eða viðhaldi eignar snýr, er þér velkomið að senda
inn fyrirspurn. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er.

Ef þú ert sérfræðingur á þínu sviði og ert tilbúinn til að svara
fyrirspurnum undir nafni, á V3.is, vinsamlega hafðu samband á
Netfangið: vb...@vbok.is

K SPYR 13.11.2007:
Hver er stærðargráðan á kostnaði fyrir eignaskiptayfirlýsingu í eldra
húsi í Reykjavík? Í húsinu eru 3 íbúðir og teikning fyrir húsið er
upprunalega teikningin. Húsið er 3 hæðir og grunnflötur þess um 90 m2.

Beðið eftir svari:
Ef þú veist svarið, vinsamlega sendu svar á Netfangið: vb...@vbok.is og
það verður lesið yfir og birt. Einnig má senda inn athugasemd við svar
þegar það hefur verið birt.

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages