Góðan daginn kæru notendur V3.is.
Tenglar á hjálparsíður eru nú komnar inn á
www.V3.is. Hjálparsíðurnar
eru aðgengilegar af forsíðu og eru fimm:
Eigandinn, húsfélagið, fagmaðurinn, seljandinn og kaupandinn. Megin
virkni er lýst fyrir hvern hóp fyrir sig. Vefurinn mjakast hægt og
rólega áfram þótt hann sé enn í frumgerð. Það nýjasta er að nú getur
seljandi eignar sett eign sína á sölulista viðhaldsbókar og tilvonandi
kaupandi getur skyggnst inn í viðhaldsbók eignar sem er í sölu.
Eigandi (seljandi) verður að skrá eign sína á sölulistann og merkja
við að hann heimili að tilvonandi kaupandi megi skoða yfirlit sem
sýnir byggingarsögu, umhverfi, ástandsmat eigandans og viðhaldsverk
sem skráð eru á viðkomandi eign.
V3 vaktin heldur úti bloggsíðu á eftirfarandi slóð: http://v3-vaktin.blogspot.com/
Slóðin er aðgengileg af forsíðu undir tenglinu V3-vaktin.
Með bestu kveðjum, Þóra
Má bjóða þér að halda utan um viðhaldið þitt?
Viðhaldsbók ehf
www.V3.is