Sælir Félagar.
Svifflugæfingar hafa verið stöpular í sumar og ástæður fyrir því verið ýmsar, aðallega er það mannekla sem hefur valdið því að við náum ekki að manna æfingar allar helgar.
Æfingar hafa einnig fallið niður vegna veðurs, annara atburða td Íslandsmót og Módeldagur og við höfum einnig þurft að eyða góðum tíma í viðgerðir á SBT.
Nú þegar stutt er orðið eftir af sumrinu þá þætti mér gott ef við gætum reynt að taka á því að æfingar séu þetta stöpular en til þess að það megi vera þá verða þeir félagsmenn sem hafa tök á því að koma sér saman um að mæta á æfingar.
Annað kvöld ætlum við okkur að hafa æfingu og leggjum af stað úr bænum ca kl 16 þannig að æfing ætti að geta hafist um kl 17.
Nú vil ég biðja þá sem geta mætt að láta mig vita af því.
Næsta æfing verður síðan á laugardaginn samkvæmt skipulagi eða jafnvel önnur kvöld í vikunni ef menn hafa áhuga.
Það er mögulegt að við náum að senda tvo nemendur sóló í sumar ef að við náum að halda reglulegar æfingar þannig að endilega komið, fljúgið og takið þátt.
TF-SBT í góðu lagi í dag og það er hægt að panta flug með honum alla daga vikunnar, hringið í félagssímann 821-1331 eða sendið tölvupóst á
svif...@gmail.com
Það er líka hægt að hringja beint í þá kennara sem hafa tekið mótortékkinn og panta flug:
Björn - 8223765
Einar - 8998340
Jónas - 8606307
Sigtryggur - 8980135
5-7 September verður norræna svifflugráðstefnan haldin hér á Akureyri í fyrsta sinn en hún hefur verið haldin í nokkur skipti í Reykjavík.
Þessi ráðstefna er haldin af norrænu svifflugsamböndunum og snýst um sameiginleg hagsmunamál félaganna, hvað er í gangi í málum er varða starfsemi svifflugfélaga í heiminum, komandi reglugerðir (og yfirleitt hvernig hægt er að berjast á móti þeim) ofl ofl.
Ég hef tekið þátt í tveimur af þessum ráðstefnum, 2005 í Reykjavík og 2006 í Svíþjóð og var það mjög fróðlegt.
Það er líkast til fullbókað á ráðstefnuna að þessu sinni en áhugasamir geta haft samband við Kristján hjá SFÍ
raf...@mi.is ef þeir vilja taka þátt, frá SFA er ég einn skráður eins og er skilst mér.
En að þessu tilefni verða ráðstefnugestum boðið í flug á föstudaginn 5 september frá morgni fram á kvöld eftir því sem mér skilst, flogið verður bæði frá Akureyrarvelli og Melgerðismelum.
SFFÍ mun koma með norður eftirtaldar vélar: LS-8, Duo Discus Turbo, Super Dimona.
SFA verður með Twin III SL og aðrar vélar ef menn hafa áhuga.
Arngrímur verður með LS-3, Blanik og Super Cub togvél
Athugið að vélar SFFÍ eru til afnota fyrir félagsmenn SFA á laugardag og sunnudag og því kjörið tækifæri fyrir menn að prófa þessa kostagripi.
En ég vil árétta við menn að vera búnir að koma sér í form á vélum sem þeir eru vanir áður en þeir fara á vélar eins og LS-8 og Duo Discus og að sjálfsögðu
þurfum við að upfylla hæfnis kröfur SFFÍ til að fá að fljúga þessum vélum.
Og að sjálfsögðu eru félagar okkar að sunnan velkomnir að koma og fljúga með okkur þessa helgi sem aðrar.
Þeir sem geta tekið sér frí á föstudaginn til að standa að þessu flugi vinsamlega látið mig vita einnig verður öll hjálp vel þegin á fimmtudags seinnipart og kvöld (4 sept) við að setja saman Duo Discus og LS-8 og jafnvel LS-3.
Einnig þeir sem ætla að taka þátt í að fljúga og vera með þessa helgi látið vita.
Ég tel þessa ráðstefnu og koma þessara véla að sunnan vera kjörið tækifæri til að koma sama og gera góða helgi úr þessu, þetta er venjulegur tími fyrir lendingarkeppnina og því er mitt álit að við ættum að láta þennan viðburð koma í stað lendingarkepninnar í sumar fyrst að svona fór með Grunau Baby í fyrra.
Kærar kveðjur
Sigtryggur Sigtryggsson
Formaður SFA