Fyrir nokkrum árum voru jeppamenn sem höfðu áhuga á að kaupa skýlið en
vegna þess að hinn góði bóndi að Grænavatni hafði áhyggjur af aukinni
jeppaumferð um sína jörð þá var hann skiljanlega ekki mjög áhugasamur
og því ákváðum við að hætta við þann sölusamning. Ég vill taka það
fram að við svifflugmenn skiljum mjög vel það að bóndinn á Grænavatni
hefur áhyggjur af umferð á sínu svæði og ég man ekki eftir því að
neinn af okkar mönnum hafi fundið neitt athugunarvert þó að honum
þætti óþægilegt að selja jeppamönnum skýlið.
Það er nokkuð ljóst að jarðareigandi þarf ekki að hafa áhyggjur af of
mikilli flugumferð um svæðið þannig að ef við og fisflugmenn hafa
áhuga á að græja aðstöðu þarna þá er bara málið að gera það.