TF-SBT er á Akureyrarflugvelli og tilbúin til notkunar.
Gott væri að þeir sem vildu fá tékk sem fyrst létu mig vita þannig að við getum farið að vinna í þeirri kennslu.
Einnig er hugsanlegt að við fljúgum seinnipartinn í dag og það er sjálfsagt að hafa samband ef menn vilja flug á öðrum tímum.
Endilega hafið samband þeir sem vilja fá að prófa gripinn með mótor enda veðrið til þess núna.
Aðalfundur Svifflugfélags Akureyrar verður haldinn miðvikudagskvöldið 30 apríl í Grásteini, formleg fundarboð koma fljótlega.
Kveðja Sigtryggur S.