Viðhald - viðgerðir tækja

2 views
Skip to first unread message

Tóti

unread,
Sep 2, 2007, 8:08:59 AM9/2/07
to Svifflug
Verið er að líma það sem ekki tókst að líma síðast í Baby skrokknum.
þetta ætti að vera tilbúið til slípunar og frekari frágangs á morgun.

Búið ætti að vera að smíða rúllurnar í innstýringarnar á spilinu hjá
Ásverki.

Verið er að taka upp ytri innstýringuna sem ekki var búið að skipta um
legur í.

Hin er sem stendur í bænum til að sjóða vinkla á hana fyrir nýju
rúllurnar, en fljótlegt er að setja innstýringuna á ef nota á spilið -
reiknað er með að þessari vinnu verði lokið fyrir helgina.

Búið er að laga klinkurnar á bílnum. Setja lengri vinkla og auka
hallan á klinkunum.

Þórður Ívarsson

Einar Björnsson

unread,
Sep 2, 2007, 8:42:41 AM9/2/07
to svif...@googlegroups.com
Þú ert réttur maður á rétttum stað. Þú ert frábær...! ¨¨¨! ! ! !
Kv.eb

Sigtryggur Sigtryggsson - TM Software

unread,
Sep 3, 2007, 5:30:55 AM9/3/07
to svif...@googlegroups.com
Ég tek undir með Einari, Þórður er búinn að standa sig rosalega vel og á hrós skilið, við þurfum að vera duglegir við að hjálpa honum í þessum miklu framkvæmdum.

Sumarið í ár hefur verið frekar lélegt í flugum en þeim mun meiri framkvæmdir td. Skipt um víra, malbikað framan við skýlið á Melgerðismelum, dráttarbíllinn tekinn í gegn og smíðaður sjálfvirkur losunarbúnaður, spilið hefur verið mjög mikið tekið í gegn og veitti víst ekki af en í því hefur verið skipt um bremsuklossa fyrir tromlurnar, startari lagfærður, skipt um átaksrúllur og margt fleira.
Nú er líka verið að malbika í kringum Grástein og búið að gera ráðstafanir til að þar framan við verði festingar til að binda niður svifflugu ef þarf á því að halda.
TF-SBF fékk yfirhalningu, skipt var um klinkur í SBN og SBK, Verið er að klára að gera við SBA, svo var náttúrulega SBT tekin í gagnið með tilheyrandi vinnu við að skipta um merkingar.

Sjálfsagt er ég að gleyma einhverju en þetta eru rosalega mörg handtök sem þarf til að halda okkur gangandi og ég vil sérstaklega nefna Þórð, Stebba, Einar, Jón Magg og Jónas sem hafa allir verið mjög duglegir við að taka til hendinni.

Svo má geta þess að dagana 3-6 október (í dag og fram á fimmtudag) verður SFA með árlega kynningu inn á Melgerðismelum fyrir nýnema í VMA frá klukkan 10:20 - 11:00.
Við höfum gert þetta undanfarin ár og krakkarnir allmennt áhugasamir, í heildina eru þetta um 200 ungmenni sem heimsækja okkur. Ef einhver vill koma og vera með hafið þá samband.

Kveðja Sigtryggur S.

svif...@gmail.com

unread,
Sep 3, 2007, 9:52:55 AM9/3/07
to Svifflug
VMA kemur 3-6 september náttúrulega en ekki október og svo er það SDA
en ekki SBA sem er verið að klára viðgerð á, afsakið ruglinginn

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages