Nýr vefur Svifflugfélags Akureyrar

0 views
Skip to first unread message

Sigtryggur Sigtryggsson

unread,
Jun 26, 2008, 11:02:25 AM6/26/08
to svif...@googlegroups.com

Sælir félagar.



Jæja nú er loksins komin ný útgáfa af vef Svifflugfélagsins athugið málið á www.svifflug.is .  Þið getið búið til ykkar eigin notandaaðgang og endilega gerið það og látið mig vita hvernig gengur.

Helstu breytingar eru að nú er hann orðinn gagnagrunnstengdur og hægt er að veita félagsmönnum aðgang til að breyta og bæta við fréttum á vefnum.  Einnig er komið inn aðgangstýrt efni sem er einungis aðgengilegt innskráðum aðilum.  Núna eru til dæmis flughandbækur TF-SBT aðgengilegar fyrir innskráða en ekki aðra.
 
Í byrjun geta allir skráð sig sem notendur á vefnum sem vilja og vonandi getum við haldið því þannig áfram, þannig að áhugasamir, sérstaklega félagsmenn og nemendur endilega skráið ykkur sem notendur á vefnum.


Þeir sem vilja fá réttindi til að setja inn fréttir og linka ofl látið mig vita, það væri fínt að fá smá aðstoð við að koma inn grunn efninu í byrjun td. klára lista yfir svifflugur og tæki bæði það sem er notað í dag og svifflugurnar sem hætt er að nota.


Einnig er komið dagatal fyrir bókanir í flug á TF-SBT og þá er bara að senda póst og bóka vélina og ef verið er að bóka kennsluflug þá reynum við að finna kennara á lausu á þeim tíma sem hentar.


TF-SBT er bókuð alla laugardaga í kennslu á Melgerðismelum og vil ég biðja menn að senda mér línu með upplýsingum um hvaða laugardaga þeir ætla að mæta í sumar en allt of fáliðað hefur verið hjá okkur fram að þessu.


Nú vona ég að sem flestir komist á æfingu á laugardaginn.


 

Kveðja Sigtryggur

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages