Sælir félagar.
Þeir sem vilja fá réttindi til að setja inn fréttir og linka ofl látið mig vita, það væri fínt að fá smá aðstoð við að koma inn grunn efninu í byrjun td. klára lista yfir svifflugur og tæki bæði það sem er notað í dag og svifflugurnar sem hætt er að nota.
Einnig er komið dagatal fyrir bókanir í flug á TF-SBT og þá er bara að senda póst og bóka vélina og ef verið er að bóka kennsluflug þá reynum við að finna kennara á lausu á þeim tíma sem hentar.
TF-SBT er bókuð alla laugardaga í kennslu á Melgerðismelum og vil ég biðja menn að senda mér línu með upplýsingum um hvaða laugardaga þeir ætla að mæta í sumar en allt of fáliðað hefur verið hjá okkur fram að þessu.
Nú vona ég að sem flestir komist á æfingu á laugardaginn.
Kveðja Sigtryggur