21.04.2008 - Melarnir í stand fyrir Grand!
Tilkynning frá Hyrnunefnd:
Nú er komið að árlegu viðhaldi melanna.
Hyrnunefndin hefur ákveðið að byrja tiltekt og standsetningu á BIMM
næsta fimmtudags kvöld (24 APR) kl 20:00. Verkefni kvöldsins verða m.a.
að klippa runna, huga að spildunni og jafnvel ráðast í niðurrif á
milliveggjum.
Vinnu kvöld verða á fimmtudögum frá klukkan 20 e-hvað fram í mai, og
tvær til þrjár helgar í mai líka, amk fyrstu og aðra helgina. Áætluð
verklok verða fyrir "grand operning" BIMM, seinnipart maí mánaðar.
Við skulum ekki láta á okkur standa, stjórnin hvetur alla félaga til að mæta og endilega að taka með sér verkfæri.
Við segjum því Melarnir í stand fyrir Grand!
Stjórnin.
Nú vill svifflugfélagið hvetja félagsmenn til að bregða undir sig betri
fætinum og leggja þessu verkefni lið sitt. Vélflugfélagið hefur af
miklum rausnaskap boðist til
að standa að mestu undir kostnaði við þessar framkvæmdir þannig að við
þurfum að leggja okkur fram við að hjálpa sem mest til.
Sjáumst sem vonandi sem flestir annað kvöld á Melgerðismelum !.
Kveðja Sigtryggur S.