RPUG samkoma 2. mars 2011 klukkan 17:00

11 views
Skip to first unread message

Björn Swift

unread,
Feb 24, 2011, 10:45:52 AM2/24/11
to rpug
Ágætu RPUG félagar

Þá er búið að ganga frá endanlegri dagskrá og tímasetningu.

Öllum er frjálst að mæta og aðgangur er ókeypis. Við hvetjum áhugamenn
um Python, og tölvuáhugamenn almennt, að líta við. Til að hafa grófa
hugmynd um fjölda þátttakenda biðjum við áhugasama um að skrá sig á
skráningarsíðunni (sjá neðst í póstinum).

= Dagskrá =

Dagskrá hefst 17:00 í matsal CCP að Grandagarði 8.

Bjarni Rúnar Einarsson (PageKite)
PageKite er hugbúnaður og netþjónusta sem gera fólki kleyft að
hýsa vefþjóna og aðra netþjóna hvar sem er - á heimilistölvum,
sýndarvélum, fartölvum, jafnvel snjallsímum. Í upphafi
verkefnisins varð Python fyrir valinu sem forritunarmál og eru
öll meginkerfi PageKite skrifuð í Python. Þessi fyrirlestur fer
lauslega yfir hversvegna Python varð fyrir valinu, hvaða tól og
aðferðir eru notaðar í PageKite, og hvernig málið hefur reynst
til þessa.

Baldur A. Kristinsson (mbl.is)
Flestir Django-vefir þurfa á forvistun (caching) af ýmsu tagi að
halda. Eftir stutt yfirlit yfir hvað Django hefur upp á að bjóða
í þessu samhengi og hvaða sjálfstæðir, kerfislægir kostir gætu
komið til greina (t.d. Varnish), útskýri ég ástæðurnar fyrir því
að við á mbl.is ákváðum að skrifa okkar eigin caching-módúla og
sýni kóðann að þeim.

Jóhann Haukur Gunnarsson (CCP)
Ég mun fjalla um það hvernig við púslum saman persónum í nýja
CARBON byggða persónu samsetningarkerfinu (e. character
creator). Hver breyting og viðbæting á persónu krefst úrvinnslu
gagna og þessi úrvinnsla þarf að vera gerð í réttri röð og eins
hratt og mögulegt er. Hluti þeirrar lausnar er stackless, og mun
ég tala um hvernig ég nota tasklets og exceptions til þess að að
láta ferlið virka, jafnvel þótt notandinn sé að breyta persónu
sinni meðan á uppfærslu útlits er í gangi.

Athugið að uppröðun erinda gæti breyst.

= Matur =

Eftir fundinn verður farið á Hressó þar sem okkur bíður tilboð á mat
og drykk. Þar getum við fengið okkur að borða og spjallað að dagskrá
lokinni.

= Áhugaverð Python tækifæri =

Á þessari samkomu ætlum við að prufa að hafa "standandi örkynningar" á
milli erinda. Hugmyndin er að kynna áhugaverð Python tengd tækifæri og
er öllum frjálst að kynna sig, hvort sem um er að ræða stórfyrirtæki,
sprotafyrirtæki eða grúskara að leita að félaga.

Þessum örkynningum verður sniðinn mjög þröngur stakkur, hver aðili mun
fá að kynna sig úr sæti sínu í 30-45 sekúntur á milli erinda. Þetta er
því aðallega hugsað til að vekja athygli á sér og hvetja fólk til
frekara spjalls að dagskrá lokinni.

= Skráning =

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að skrá nafn sitt á
skráningarsíðuna: http://doodle.com/s6sss3ec4tqgzh6c.

Hlakka til að sjá sem flesta,
Björn Swift

Björn Swift

unread,
Mar 2, 2011, 6:33:45 AM3/2/11
to rpug
Minni á að samkoman er í dag, klukkan 17:00, í matsal CCP að Grandagarði 8.

Sjáumst í kvöld,
Björn Swift

2011/2/24 Björn Swift <bj...@swift.is>:

Björn Swift

unread,
Mar 3, 2011, 4:09:58 AM3/3/11
to rpug

Langaði að þakka fyrir skemmtilega samkomu í gær, gaman hversu margir
séu sér fært að mæta - og takk aftur til Baldurs, Bjarna og Jóhanns
fyrir erindin.

Ég setti inn nokkrar myndir frá því í gær á heimasíðu RPUG, sjá
http://rpug.net/trac/wiki/Samkomur/20110302. Þar sem fjallað var um
PageKite fannst mér viðeigandi að hafa þetta líka aðgengilegt yfir
PageKite, þó ekki væri nema í nokkra daga:
http://bjorn.pagekite.me/rpug/.

Kveðja,
Björn Swift

2011/2/24 Björn Swift <bj...@swift.is>:

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages