RPUG samkoma 2. mars

4 views
Skip to first unread message

Björn Swift

unread,
Feb 17, 2011, 12:00:05 PM2/17/11
to rpug
Ágætu RPUG félagar

Stefnt er að RPUG samkomu miðvikudaginn 2. mars í húsakynnum CCP, Grandagarði 8.

Flutt verða þrjú erindi. Bjarni Rúnar ætlar að fræða okkur um
PageKite, og af hverju Python varð fyrir valinu. Baldur frá MBL.is
ætlar að fjalla um notkun MBL á Python og að lokum verður erindi frá
CCP. Það skýrist á næstu dögum. Ég mun fljótlega senda annan póst á
póstlistann með nánari upplýsingum um erindin og endanlegri uppröðun
þeirra.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á skráningarsíðunni:
http://doodle.com/s6sss3ec4tqgzh6c. Ég setti einnig inn val um tíma,
þið megið endilega haka við 17:00 eða 17:30 eftir því hvor tíminn
hentar ykkur betur.

Að lokum; ef þið hafið hugmyndir um einhvern sniðugan stað þar sem við
getum borðað og spjallað eftir fund megið þið endilega senda mér póst
- ég reyni svo að taka frá borð þegar við höfum grófa tilfinningu
fyrir því hversu margir munu mæta.

Hlakka til að sjá sem flesta!

Björn Swift

Skúli

unread,
Feb 17, 2011, 4:12:34 PM2/17/11
to Reykjavik Python User Group
Gott framtak að venju, en ég kemst því miður ekki.
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages