Ófétin bregða á leik í Bústaðakirkju sunnudaginn 8. nóvember klukkan 11

0 views
Skip to first unread message

Rúna K. Tetzschner

unread,
Nov 4, 2009, 6:12:02 PM11/4/09
to
Ófétin bregða á leik í Bústaðakirkju
sunnudaginn 8. nóvember klukkan 11.

 

Hressir krakkar úr barna- og unglingakórum Bústaðakirkju syngja um óféti og álfa við barnamessu kirkjunnar sunnudaginn 8. nóvember kl. 11.

Á tónleikunum verður flutt efni af barnadisknum, Ævintýraheimi ófétanna, með lögum Óskar Óskarsdóttur og ljóðum Rúnu K. Tetzschner.

Ófétin eru agnarsmá og búa í blómum og fljúga á fiðrildum. Þau minna á blómálfa en hafa krækiklær og gullinhærðu og svarthærðu ófétin rífast sífellt, berjast og slást. Fyrir utan háralitinn er þó enginn munur á þeim og börnin ákveða að vera vinir. Þau gerast boðberar friðar í hinum stríðshrjáða ófétaheimi og ganga til liðs við friðarkónginn Indígó og töfradrottninguna Marþöll.

Börn og unglingar syngja ásamt Ósk Óskarsdóttur sem jafnframt leikur á píanó. Hin unga stúlka, Urður Bergsdóttir, syngur Fiðrildasöng ófétanna á tónleikunum en Álfheiður Erla Guðmundsdóttir syngur hann á disknum. Númi Björnsson leikur á gítar og Rúna K. Tetzschner les upp og sýnir myndir af ófétum og álfum. Jóhanna V. Þórhallsdóttir stýrir kórunum.

Óféti ævintýraheimsins bregða á leik við hina vinsælu barnamessu Bústaðakirkju.

Séra Pálmi Matthíasson messar og umsjón með barnamessunni hefur Bára Elíasdóttir.

Allir eru velkomnir.

Frá ófétunum var fyrst sagt í bókinni Ófétabörnunum, myndskreyttri skáldsögu fyrir börn eftir Rúnu K. Tetzschner. Hinn fjörlegi barnadiskur, Ævintýraheimur ófétanna, er sjálfstætt framhald þeirrar bókar í hljómrænu formi. Fjallað eru um hugrakka stráka og stelpur í heimi óféta og álfa, þar sem friði, kærleik og vináttu er teflt fram gegn stríði, hatri og vonleysi.

Hetjurnar í Ófétaheimi eru börn og unglingar og ófétadiskurinn og ófétasögurnar eru fyrir stóra og litla krakka, - fyrir alla sem unna góðum ævintýrum.

Ævintýraheimur ófétanna með friðarboðskap sínum og prakkaraskap kemur með glaðlegt mótvægi við neikvæðni og svartsýni og á brýnt erindi til samtímans.

Geisladiskurinn er um 30 mín. að lengd og kemur út ásamt litlu myndskreyttu ljóðakveri.

Verkefnið var styrkt af Barnavinafélaginu Sumargjöf, Barnamenningarsjóði og Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur 

Hlusta á tónlistina

Sjá nánar um ævintýraheim ófétanna 

 

 

Bestu kveðjur
Rúna K. Tetzschner
Ljós á jörð
Óðinsgötu 21b - 101 Reykjavík
Sími: 6913214

netfang: run...@hive.is

Heimasíða: http://www.jordenslys.dk/26477378

clip_image002.jpg
boðskort, 8.nóv.2009.pdf
Ófétin bregða á leik, Bústaðakirkja 8.nóv.2009, senda.doc
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages