Hressir krakkar úr barna- og unglingakórum Bústaðakirkju syngja um óféti og álfa við barnamessu kirkjunnar sunnudaginn 8. nóvember kl. 11.
Á tónleikunum verður flutt efni af barnadisknum, Ævintýraheimi ófétanna, með lögum Óskar Óskarsdóttur og ljóðum Rúnu K. Tetzschner.
Ófétin eru agnarsmá og búa í blómum og fljúga á fiðrildum. Þau minna á blómálfa en hafa krækiklær og gullinhærðu og svarthærðu ófétin rífast sífellt, berjast og slást. Fyrir utan háralitinn er þó enginn munur á þeim og börnin ákveða að vera vinir. Þau gerast boðberar friðar í hinum stríðshrjáða ófétaheimi og ganga til liðs við friðarkónginn Indígó og töfradrottninguna Marþöll.
Börn og unglingar syngja ásamt Ósk Óskarsdóttur sem jafnframt leikur á píanó. Hin unga stúlka, Urður Bergsdóttir, syngur Fiðrildasöng ófétanna á tónleikunum en Álfheiður Erla Guðmundsdóttir syngur hann á disknum. Númi Björnsson leikur á gítar og Rúna K. Tetzschner les upp og sýnir myndir af ófétum og álfum. Jóhanna V. Þórhallsdóttir stýrir kórunum.
Óféti ævintýraheimsins bregða á leik við hina vinsælu barnamessu Bústaðakirkju.
Séra Pálmi Matthíasson messar og umsjón með barnamessunni hefur Bára Elíasdóttir.
Allir eru velkomnir.
Frá ófétunum var fyrst sagt í bókinni Ófétabörnunum, myndskreyttri skáldsögu fyrir börn eftir Rúnu K. Tetzschner. Hinn fjörlegi barnadiskur, Ævintýraheimur ófétanna, er sjálfstætt framhald þeirrar bókar í hljómrænu formi. Fjallað eru um hugrakka stráka og stelpur í heimi óféta og álfa, þar sem friði, kærleik og vináttu er teflt fram gegn stríði, hatri og vonleysi.
Hetjurnar
í Ófétaheimi eru börn og unglingar og ófétadiskurinn og ófétasögurnar eru fyrir
stóra og litla krakka, - fyrir alla sem unna góðum
ævintýrum.
Ævintýraheimur ófétanna með friðarboðskap sínum og
prakkaraskap kemur með glaðlegt mótvægi við neikvæðni og svartsýni og á brýnt
erindi til samtímans.
Geisladiskurinn
er um 30 mín. að lengd og kemur út ásamt litlu myndskreyttu ljóðakveri.
Verkefnið var styrkt af Barnavinafélaginu Sumargjöf, Barnamenningarsjóði
og Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur
Sjá nánar um ævintýraheim ófétanna
Bestu
kveðjur
Rúna K. Tetzschner
Ljós
á jörð
Óðinsgötu
21b - 101 Reykjavík
Sími: 6913214
netfang: run...@hive.is
Heimasíða: http://www.jordenslys.dk/26477378