Ljós náttúrunnar í Krókshlöðunni. Sýning á myndum, ljóðum og ullarverkum verður opnuð 8. júní kl. 15-18.

4 views
Skip to first unread message

run...@hive.is

unread,
Jun 6, 2013, 10:52:32 AM6/6/13
to

 

Ljós náttúrunnar

Sýning í Krókshlöðunni á myndlist, skrautrituðum ljóðum og þæfðum ullarverkum
í Króki í Garðahverfi (Garðaholti), Garðabæ
Opnun laugardaginn 8. júní 2013 kl. 15-18
(eftir kvennahlaupið) - Sýningin stendur til 16. júní

Ljósblik á jörð og himni, glitrandi vatn og íshellar, glóandi hraun og norðurljós. Ljós náttúrunnar í ýmsum myndum er þemað á sýningu Rúnu K. Tetzschner en hún hefur undanfarna mánuði unnið við listsköpun í Króki í Garðahverfi. Laugardaginn 8. júní kl. 15-18 opnar Rúna sýningu í gömlu Krókshlöðunni þar sem sjá má nokkuð af afrakstrinum og kynnast hinni sérstæðu blönduðu tækni sem listamaðurinn hefur þróað. Rúna notar m.a. vatnstússliti og glitrandi liti sem bræddir eru á pappírinn. Til sýnis eru auk þess skrautrituð ljóð hennar sem kallast á við myndirnar.

Rúna hefur fengið Kömmu Níelsdóttur til liðs við sig og gefur listhandverk og hönnun eftir hana sýningunni aukna mýkt. Sjöl Kömmu þæfð úr ull og ullarskúlptúrar með formi íslenskra fjalla mynda hliðstæður við norðurljósaslæður, jökla og eldfjöll í myndlist Rúnu.

Við opnunina les Rúna ljóð og írski trúbadorinn og Íslandsvinurinn Leo Gillespie syngur og leikur.

Í fjósinu í Króki verður sérstök örsýning fyrir börn og hægt er að skoða safnið í Króki.

Sýningin stendur til og með 16. júní og er opin alla daga kl. 13-18.

Allir eru velkomnir.

-------------------------------

Ýtarefni:


Safnið í Króki og Garðahverfi

Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Í Króki eru varðveitt gömul húsgögn og munir sem voru í eigu hjónanna Þorbjargar Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar. Þorbjörg flutti í Krók vorið 1934 og bjó þar til ársins 1985. Afkomendur Þorbjargar og Vilmundar gáfu Garðabæ bæjarhúsin í Króki ásamt útihúsum og innbúi árið 1998. Bærinn er nú varðveittur sem safn og er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðufólks í þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar.

Undir einni burstinni er nú vinnustofa fyrir listamann og fékk Rúna K. Tetzschner úthlutað þeirri aðstöðu. Þess má svo geta að hún tengist Króki og Garðahverfi einnig með öðrum hætti því hún annaðist fornleifaskráningu á svæðinu í starfi sínu sem sérfræðingur Þjóðminjasafnsins ásamt fornleifafræðingunum Ragnheiði Traustadóttur og Guðrúnu Sveinbjarnardóttur og skrifaði skýrsluna Garðahverfi fornleifaskráning 2003 sem út kom hjá Þjóðminjasafninu. Vegna fornleifa á svæðinu var hætt við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir og er það nú varðveitt í heild sinni. Þótt Garðahverfi sé umlukið þéttri byggð Garðabæjar og Hafnarfjarðar er þar friðsæl sveit og myndarbúskapur á jörðum sem hafa verið í ábúð öldum saman. Í Garðahverfi var áður fyrr útræði með tilheyrandi verbúðum og tómthúsum og vísir að svolitlu sjávarþorpi kringum kirkjustaðinn á Görðum.

 

Listamennirnir

Rúna K. Tetzschner starfar jafnhliða við listir og fræði. Hún á að baki sjö ára nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík, auk íslenskunáms við Háskóla Íslands og stundar nú M.A. nám í norrænni trú. Rúna hefur starfað á Þjóðminjasafni Íslands o.fl. söfnum, er höfundur ljóðabóka, barnabóka og fræðibóka. Hún hefur m.a. haldið fjölda myndlistarsýninga í Danmörku þar sem hún dvaldi langdvölum 2008-2012 en er nú komin heim tíl Íslands.

Kamma Níelsdóttir sérhæfir sig í þæfðri ull og hönnun á ullarvörum. Hún rak í fjölmörg ár Kömmuskóla í Garðabæ, listasmiðju þar sem markvisst var leitast við að örva börn til sjálfstæðrar listrænnar sköpunar. Kamma er leikskólakennari að mennt og var m.a. leikskólastjóri leikskólans Kirkjubóls í Garðabæ frá því sá skóli var stofnaður 1985 til ársins 2007. Kamma er jafnframt móðir Rúnu sem naut góðs af því að alast upp á heimili skapandi konu.

Leo Gillespie er írskur trúbador sem ferðast um allan heim og flytur tónlist sína en hann semur sjálfur bæði lög og teksta. Ísland í miklu uppáhaldi hjá honum enda hefur hann oftsinnis heimsótt landið síðustu tvo áratugi og unnið með íslenskum tónlistarmönnum svo sem KK.

 

Art Exhibition in the charming farmhouse museum Krókur
June 8-16

Glittering lights on earth and in the sky, sparkling water and ice, glowing lava and northern lights. Light of nature in various forms is the theme of the exhibition of Rúna K. Tetzshner, who has been working on her art in the little old farmhouse museum, Krókur, on Garðaholt, Garðabær. The exhibition opens June 8 at 15-18 with beautiful paintings, drawings and poetry by Rúna and felted wool designed by Kamma Níelsdóttir (Rúnas mother). The wool gives the exhibition special softness and warmth. Shawls decorated with silk and wool sculptures form parallels to veils of northern lights and glaciers and volcanoes in the visual art of Rúna. There is also a special little exhibition for children and the museum in Krókur is open.

At the opening Rúna reads poetry and Irish trubadour Leo Gillespie sings and plays

The art exhibition is on until June 16 - Open daily 13-18

Everybody is welcome.

 
Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
Jordens lys / Ljós á jörð / Spiritual Art Sparkles
Myndlist, hönnun, tekstar, og skrautskrift
Billedkunst, design, tekster og kalligrafi
Visual art, design, texts and calligraphy

 
Netfang/Mail: runatet...@live.com / jorde...@live.dk
Farsími: (+354) 691 3214 / Mobil: (+45)23109591
Heimasíða: http://www.ljosajord.is / Website:http://www.jordenslys.dk


 
web-rúnatetzschner-stórsvei.jpg
runa-tetzschner.jpg
Kamma-nielsdottir.jpg
pínulítil-Krókur.jpg
web-Garðatúngarð.jpg
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages