Undir gullfjöllum: Ný ljóðbók eftir Bjarna Bernharð komin út.

1 view
Skip to first unread message

Kristian Guttesen

unread,
Feb 21, 2010, 8:38:03 AM2/21/10
to ljod...@googlegroups.com

Á mótum orkusviða
fæðist ljóðið.


Jafnvel þó við lifum á tímum sígrænnar hamingju leitumst við öll við að afmá fingraför fortíðar af sálinni. Þó hin harðsnúnu farartæki séu ekki alltaf tiltæk komumst við samt.

Vissulega ganga menn inn í ljóðheim Bjarna Bernharðs á eigin ábyrgð – en það væri óábyrgt að láta ekki verða af því.

Undir gullfjöllum er nítjánda bók Bjarna. Óhætt er að fullyrða að honum hefur í ljóðagerð sinni tekist að þróa einstaka rödd sem aldrei tekur mið af því hvað aðrir eru að gera. Bjarni fer sínar eigin leiðir í leit að þeim lífskrafti sem ljóð hans lýsa.


Bókin fæst í helstu bókabúðum og hjá höfundi. Útgefandi er Ego útgáfan.

http://guttesen.is/wp/wp-content/uploads/2010/02/bbb_undir_gullfjollum_-_kapa_f-195x300.jpg

http://guttesen.is/wp/?p=674
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages