Á mótum orkusviða
fæðist ljóðið.
Jafnvel þó við lifum á tímum sígrænnar hamingju leitumst við öll við
að afmá fingraför fortíðar af sálinni. Þó hin harðsnúnu farartæki séu
ekki alltaf tiltæk komumst við samt.
Vissulega ganga menn inn í ljóðheim Bjarna Bernharðs á eigin ábyrgð – en það væri óábyrgt að láta ekki verða af því.
Undir gullfjöllum er nítjánda bók Bjarna. Óhætt er að
fullyrða að honum hefur í ljóðagerð sinni tekist að þróa einstaka rödd
sem aldrei tekur mið af því hvað aðrir eru að gera. Bjarni fer sínar
eigin leiðir í leit að þeim lífskrafti sem ljóð hans lýsa. |