[Menningarslys!] Weekly Digest Email

2 views
Skip to first unread message

admin

unread,
Oct 10, 2009, 3:02:09 AM10/10/09
to tiuthusun...@gmail.com
Nýjasta nýtt á Tíu þúsund tregawöttum:

Loksins eitthvað frumlegt
http://www.tregawott.net/menning/?p=666

District 9 er ein óvæntasta mynd ársins og hefur vakið verðskuldaða
athygli. Eftir hver vonbrigðin á fætur öðrum í stórmyndaflóru Hollywood
kemur loksins mynd sem getur borið það nafn með rentu. Enda einn af helstu
snillingum nútíma kvikmyndasögu, Peter Jackson, sem framleiðir og
leikstjórinn, Neill Blomkamp, er frá Suður-Afríku.
Ásgeir Jónsson um District 9 via DV.is [...]

Open mic ljóðafxxx í kvöld
http://www.tregawott.net/menning/?p=668

Það er búið að lofa ykkur því að í kreppunni blómstri listirnar.
Þessu var eiginlega lofað áður en kreppan hófst. Það er ekki satt. Í
kreppunni komist þið bara sjaldnar burt af landinu, hafið ekki efni á humar
nema á hátíðum, sitjið uppi með leiðinlegra sjónvarpsefni, sjáið minna
af sýningunum í Tate Modern, hafið um [...]

Betl e. Ingólf Gíslason
http://www.tregawott.net/menning/?p=184

/caption]

Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn í einni af mínum vonlausu tilraunum til að
afla mér æðri gráðu í hinum harðari vísindum, þurfti ég að taka lest
í skólann. Ég fór út á Nörreport en í tröppunum upp og út sat betlari
undir vegg. Hann mætti betur til þessarar iðju en ég í skólann.

Hvað er að gerast hugsaði ég. Er þetta ekki Danmörk, land velferðar og
léttleika?

Maðurinn var hvítur, sennilega ekki þrítugur, grannur en ekki beinlínis
horaður, og ef hann hefði farið í létta sturtu og skipt um föt hefði
maður haldið að þar færi venjulegur nemi í rafvirkjun.

Afmælisþing ÞOT - samantekt
http://www.tregawott.net/menning/?p=673

Sem kunnugt er hélt Bandalag þýðenda og túlka upp á fimm ára afmæli
sitt með þingi á Þjóðminjasafninu 30. september sl. Rúnar Helgi
Vignisson, formaður Bandalagsins, setti þingið, rakti sögu þess og helstu
starfsþætti, benti á að við værum meira og minna uppalin af þýðendum og
gaf síðan Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra orðið.
Stutt samantekt frá afmælisþingi [...]

Tölfræðingar fagna byltingarafmæli með ljóðum
http://www.tregawott.net/menning/?p=676

In life
Some mock me for doing statistics
Some loathe me and statistics
Some don't understand what statistics are
Why is it that statistics
Put a calm smile on my face?
Because of statistics I can solve the deepest mysteries
Because of statistics I will not be lonely again, playing in the data
Because of statistics I can rearrange the stars in the [...]

Íslensk kvikmyndagerð drepin?
http://www.tregawott.net/menning/?p=678

Íslensk kvikmyndagerð verður drepinn og íslenskum sjónvarpsþáttaseríum
á borð við Rétt og Pressuna verður slátrað ef Kvikmyndasjóður verður
skorinn niður um þriðjung eins og ráðgert er í fjárlagafrumvarpinu, segir
Ari Kristinsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Hann
furðar sig á að kvikmyndageirinn skuli ein listgreina lenda harkalega undir
niðurskurðarhnífnum

via Íslensk kvikmyndagerð verður drepin - Vísir.

Söguhringur kvenna í dag kl. 14
http://www.tregawott.net/menning/?p=681

Söguhringurinn er samstarfsverkefni bókasafnsins og samtaka [kvenna af
erlendum uppruna] og er markmið hans að skapa vettvang þar sem
konur skiptast á sögum, persónulegum eða bókmenntalegum. Hann er ætlaður
konum sem hafa áhuga á frjálslegri samveru sem byggir meðal annars á því
að konur deila menningarlegum bakgrunni sínum með öðrum. Í söguhringnum
gefst konum af erlendum [...]

Lágkúra sem valdatæki
http://www.tregawott.net/menning/?p=683

Gandini hefur miklar áhyggjur af ástandinu sem er farið að minna um margt
á Ítalíu Mussolinis. En fasisminn hefur verið endurhljóðblandaður sem
öfgasinnaður plebbismi. Velkominn í valdaeinokun framtíðarinnar þar sem
flatneskjan er stjórnmálastefna.
Erpur Eyvindarson um bíómyndina Videocracy via DV.is - Krítík - Lágkúra
sem valdatæki.

Einn eftir Anton Helga Jónsson
http://www.tregawott.net/menning/?p=438

Smellið á spilunartakkann til að hlusta.

Birtist fyrst á gömlu Tregawöttunum, 15. apríl, 2008.

Atli Harðarson » Sarpur » Leiguþý
http://www.tregawott.net/menning/?p=692

Þvílíkt ólán, þú sem búinn varst
til vegsemdar og verka stórmannlegra,
þér hafa ranglát örlög alla tíð
bannað velgengi og viðurkenning;
þau leggja á þig lúalegan brag
lítilsigldar venjur, sinnuleysi.
Atli Harðarson heldur áfram að þýða gríska skáldið Kavafis via Atli
Harðarson » Sarpur » Leiguþý.

McDonalds í Louvre
http://www.tregawott.net/menning/?p=695

Helstu menningarvitar Frakklands reita nú hár sitt í bræði en Frakkar
líta á matargerð og listir sem tvö helstu menningareinkenni þjóðarinnar.
Stjórnendur hins heimþekkta hamborgarastaðar láta slíkt hins vegar sem vind
um eyrun þjóta og hyggjast fagna 30 ára afmæli McDonald's í Frakklandi með
því að opna 1.142. staðinn þar í landi í Louvre-listasafninu,
höfuðvígi [...]

Þjóðsöngur Íslands (eftir minni) e. Kára Tulinius
http://www.tregawott.net/menning/?p=391

Man Booker - Coetzee?
http://www.tregawott.net/menning/?p=701

Suður-Afríski rithöfundurinn J.M. Coetzee gæti orðið fyrsti
rithöfundurinn til að hljóta hin eftirsóttu Man Booker-verðlaun í þriðja
sinn en á morgun verður tilkynnt hver fimm tilnefndra höfunda hlýtur þau.
Hann er tilnefndur nú fyrir bókina Summertime, um ungan ævisagnahöfund sem
vinnur að ævisögu látins höfundar sem hét John Coetzee.
via Coetzee eða Mantel verðlaunaður? - mbl.is.

Íslenska útrásin 2009
http://www.tregawott.net/menning/?p=705

Ný myndlistarsýning Hallgríms Helgasonar opnar í The Contemporary Art
Gallery, Skólavörðustíg 3 (næsta hurð fyrir ofan Mokka) á miðvikudag 7.
okt kl. 17.00-19.00.

DNA-bankinn e. Lynn Kozlowski
http://www.tregawott.net/menning/?p=183

DNA-bankinn er ljóð eftir Lynn Kozlowski, bandarískan vísindamann og
skáld, og birtist hér í þýðingu Hjörvars Péturssonar. Hallmar
Sigurðsson leikari les, en Jón Hallur Stefánsson stjórnaði upptöku.

Lynn Kozlowski er prófessor og forstöðumaður lífatferlisfræðilegra
heilsurannsókna við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu. Hann hefur birt bæði
skáldskap og vísindagreinar í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum. Kennsla
hans og rannsóknir hafa m.a. [...]

Hvar mætast list og hönnun?
http://www.tregawott.net/menning/?p=714

Hvar mætast list og hönnun er umfjöllunarefni sem tekið verður fyrir á
málþingi sem Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir í Hafnarhúsinu í
samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Framsögumenn eru Andrea Maack
myndlistamaður, Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður og rithöfundur,
Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun við LHÍ og
Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur. Umræður að erindum
loknum.

Fyrirlesturinn er hluti [...]

Þvílík vika hlaut Íslenskubarnabókaverðlaunin - mbl.is
http://www.tregawott.net/menning/?p=717

Guðmundur Brynjólfsson hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir
unglingasöguna Þvílík vika, sem komin er út hjá Vöku-Helgafelli. Þetta
er fyrsta skáldsaga Guðmundar en hann hefur áður hlotið viðurkenningar
fyrir smásögur og leikrit.

via Þvílík vika hlaut Íslenskubarnabókaverðlaunin - mbl.is.

Þýskar myndasögur og Line Hoven
http://www.tregawott.net/menning/?p=719

Laugardaginn 10. október kl. 15 opnar sýning á þýskum myndasögum í
aðalsafni Borgarbókasafns í Grófarhúsi. Sérstakur gestur sýningarinnar
verður myndasöguhöfundurinn Line Hoven og hún stýrir einnig
myndasögusmiðju sunnudaginn 11. október (skráningu lokið). Sýningin og
smiðjan eru samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins í Reykjavík og Goethe
Institut í Kaupmannahöfn.

Myndirnar á sýningunni eru annars vegar frummyndir eftir Line Hoven og [...]

Homo Activitus e. Hauk Má Helgason
http://www.tregawott.net/menning/?p=90

Vídjóljóðið Homo Activitus er eftir Hauk Má Helgason. Því er leikstýrt
af Hauki, hann leikur í því, skrifar það og semur tónlistina. Halldór
Arnar Úlfarsson var töku- og aðstoðarmaður.

Ljóðið birtist fyrst á gömlu Tregawöttunum þann 8. maí, 2006.

Til varnar söguþræðinum
http://www.tregawott.net/menning/?p=727

Einsog mér er nú hlýtt til nafna míns Jóns Kalman Stefánssonar fer ég
oft að þusa eitthvað með sjálfum mér þegar hann tjáir sig um
bókmenntir, sem hann gerir oft.

Það sem angrar mig í skrifum hans er eitthvað sem ég gæti kallað
dulræna upphafningu á bókmenntunum og hlutverki skáldsins. Ég held að hún
sé ekki [...]

Enn um Nóbelsverðlaun
http://www.tregawott.net/menning/?p=724

Líklegast þykir, ef marka má breska veðbanka, að ísraelski
rithöfundurinn Amos Oz hljóti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Hins vegar
þykja líkur á að bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hljóti
verðlaunin, hafa aukist. Tilkynnt verður á morgun hver verðlaunahafinn
verður.
via Fær Dylan Nóbelsverðlaunin? - mbl.is.

Herta Müller fékk Nóbelinn
http://www.tregawott.net/menning/?p=730

Herta er af þýsku bergi brotinn, ein þeirra Þjóðverja sem settust á
fyrri öldum að í Rúmeníu. Hún fæddist 1953 og vann á yngri árum fyrir
sér sem þýðandi og leikskólakennari. Þegar hún byrjaði að skrifa á
þýsku þurfti hún að sæta ritskoðun svo verk hennar komu út í limlestu
formi. Það var alsiða í [...]

Dagur ljóðsins
http://www.tregawott.net/menning/?p=732

Í dag er Dagur ljóðsins á Bretlandseyjum.

National Poetry Day Official Web Site.

Um AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ e. Óttar Martin
Norðfjörð
http://www.tregawott.net/menning/?p=208

Meðal þeirra ljóðabóka sem koma út nú fyrir jólin er
AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMN- OÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ eftir ljóðskáldið Óttar
Martin Norðfjörð. Einn gagnrýnenda Tregawattanna, Eiríkur Örn Norðdahl,
sökkti sér í verkið á dögunum og segir meðal annars í dómi sínum að
útgáfa bókarinnar sé bókmenntaviðburður, hún kitli hláturtaugarnar, sé
uppfull af hlýlegum gáska og tengi saman lýrískt raunsæi og ádeilu.

Ljóð eftir Hertu Müller, nýbakaðan Nóbelsverðlaunahafa
http://www.tregawott.net/menning/?p=743

Þetta ljóð heitir (da, înăuntru şi afară). Fleiri ljóð af svipuðum
toga (á þýsku og rúmensku), auk upplestra má finna á heimasíðu
Lyrikline.

Rue Féderman eftir Raymond Féderman
http://www.tregawott.net/menning/?p=748

svo þú vilt láta nefna

stræti eftir þér í gamla landinu
þegar þú hefur skipt um tíð
Rue Féderman
verði þinn vilji

en sjáðu nú alla þessa umferð
þetta er brjálæði

það er satt
við nánari umhugsun
vil ég heldur blindgötu

Raymond Féderman - Fæddur 1928, látinn 6. október, 2009.

Eiríkur Örn Norðdahl þýddi.

Jöklar og saga, stjörnur og rómantík
http://www.tregawott.net/menning/?p=754

Haustþing Þórbergsseturs verður að þessu sinni haldið laugardaginn 17.
og sunnudaginn 18. október. Á þinginu verður blandað saman fræðslu,
skemmtun og útiveru og komið víða við. Þingið hefst kl 13:00 á
fyrirlestri Helga Björnssonar jöklafræðings ,,Frá Breiðumörk til
jökulsands, mótun lands í þúsund ár" og síðan verður farið í
ferðalag um Breiðamerkursand og inn í [...]

Bestu kveðjur,

Ritstjórn Tíu þúsund tregawatta
tiuthusun...@gmail.com
www.tregawott.net

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages