Umsóknir um Nýræktarstyrki Bókmenntasjóðs - 6. apríl 2010

1 view
Skip to first unread message

"Bókmenntasjóður / The Icelandic Literature Fund"

unread,
Mar 17, 2010, 12:39:20 PM3/17/10
to ljod...@googlegroups.com

Umsóknir um Nýræktarstyrki Bókmenntasjóðs 6. apríl 2010

Bókmenntasjóður auglýsir eftir umsóknum um Nýræktarstyrki en næsti
umsóknarfrestur fyrir þessa styrki rennur út 6. apríl 2010. Nýræktarstyrkir eru
sérstakir styrkir til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap. Eru styrkirnir ætlaðir
til að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda, verkum sem hafa
takmarkaða eða litla tekjuvon en hafa ótvírætt menningarlegt gildi. Hér falla undir
skáldverk í víðri merkingu þess orðs til dæmis sögur, ljóð, barnaefni, leikrit,
eða eitthvað allt annað, og leitast er eftir breidd og fjölbreytni í
umsóknum.Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á vefsíðu Bókmenntasjóðs, www.bok.is.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Bókmenntasjóðs, Austurstræti 18, 101 Reykjavík.
Frekari upplýsingar fást á netfanginu b...@bok.is og í síma 552 8500.

Hlutverk Bókmenntasjóðs er að efla íslenskar bókmenntir og bókaútgáfu.
Bókmenntasjóður styrkir meðal annars útgáfu frumsaminna verka og þýðingar
bókmennta á íslensku, en stuðlar einnig að kynningu íslenskra bókmennta heima og
erlendis og sinnir öðrum verkefnum sem falla undir verksvið sjóðsins.



Góðar kveðjur,

Þorgerður Agla Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
Bókmenntasjóður / The Icelandic Literature Fund
Austurstraeti 18, 4. hæð/4th floor | 101 Reykjavík
www.bok.is | b...@bok.is | +354 552 8500

Iceland will be Guest of Honour at the Frankfurt Book Fair in 2011.
This will provide a unique opportunity to present Icelandic literary
culture to the book world as a whole.
www.sagenhaftes-island.is

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages