You do not have permission to delete messages in this group
Copy link
Report message
Show original message
Either email addresses are anonymous for this group or you need the view member email addresses permission to view the original message
to ljod...@googlegroups.com
Í tilefni af fertugsafmæli höfundar og 19 ára skáldaafmælis kom ljóðabókin Í landi hinna ófleygu fugla eftir Kristian Guttesen út þ. 29. maí 2014. Bókin er áttunda frumorta ljóðabók höfundar, en Kristian gaf út fyrstu bók sína árið 1995. Meðal fyrri bóka hans eru Litbrigðamygla frá árinu 2005, Glæpaljóð frá árinu 2007 og Vegurinn um Dimmuheiði frá árinu 2012. Kristian hefur frá tvítugsaldri birt sögur og ljóð í tímaritum og dagblöðum á Norðurlöndum. Verk hans hafa verið þýdd á albönsku, dönsku, ensku, frönsku, indversku, norsku og spænsku. Í landi hinna ófleygu fugla geymir fjörutíu og tvö frumort ljóð og eitt þýtt. Bókin er 105 bls. og útgefandinn er Bókaútgáfan Deus. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu útgáfunnar:http://internet.is/deus/
Bókin kostar kr 3.500,- og er sendingarkostnaður innifalinn. ☺