[Menningarslys!] Weekly Digest Email

7 views
Skip to first unread message

admin

unread,
Oct 3, 2009, 3:02:44 AM10/3/09
to tiuthusun...@gmail.com
Nýjasta nýtt á Tíu þúsund tregawöttum:

Rafskinna á Nordisk Panorama
http://www.tregawott.net/menning/?p=514

Á morgun, sunnudag, og á þriðjudag verður Rafskinna með sýningar á
Nordisk Panorama. Sjá hér: Nordisk Panorama 2009 - Rafskinna.

Heima er best í Borgarleikhúsinu
http://www.tregawott.net/menning/?p=517

Tregawöttin hafa fregnað að sýningin  Heima er best í Borgarleikhúsinu
sé allra stjarna virði.

Sjá hér: Heima er best.

Kvæðakver HKL - Vilborg og G. Andri
http://www.tregawott.net/menning/?p=530

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur mun ræða við Vilborgu
Dagbjartsdóttur um Kvæðakver Halldórs Laxness  í stofunni á
Gljúfrasteini á morgun, 27. september kl. 16.00.

Meira hér: Vilborg og Guðmundur Andri ræða Kvæðakverið

Tillaga: Elías Mar 1924-2007
http://www.tregawott.net/menning/?p=306

Hann var minni kynslóð nánast óþekktur. Hann vildi líka vera einn, svona
yfirleitt, og hitti því fáa en féllst þó á að hitta okkur eftir að við
höfðum hringt í hann daginn áður. Hann vildi vita með fyrirvara hvort
gesti, og þá hvaða gesti, bæri að garði. Og þarna, í litlu íbúðinni
sinni á Birkimel, beið hann okkar, hinn aldraði vitringur, virðulegur með
hvítt hár og skegg, horaður, röddin djúp og hæg, tjáandi skarpa greind og
mikinn húmor. Við sötruðum kaldan bjór og spjölluðum eða hlustuðum á
sagnameistarann segja frá.

Vika hinna bönnuðu bóka
http://www.tregawott.net/menning/?p=524

Í dag hefst vika hinna bönnuðu bóka í Bandaríkjunum, en henni er ætlað
að vekja athygli á tjáningar- og lestrarfrelsi og minna á þær bækur sem
hafa mátt þola ritskoðun í gegnum tíðina. Meira á Banned Books Week.

,,Ég drap mömmu" fékk Gyllta lundann
http://www.tregawott.net/menning/?p=532

Kanadíska myndin "Ég drap mömmu" hreppti í gær viðurkenninguna Gyllta
lundann á verðlaunahátíð Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík,
RIFF. Þá hreppti stuttmyndin Herramenn eftir Janus Braga Jakobsson
áhorfendaverðlaunin á hátíðinni í ár.

via RÚV - ,,Ég drap mömmu" verðlaunuð á RIFF.

Þjóðhagslega hagkvæm listamannalaun
http://www.tregawott.net/menning/?p=527

Útgjöld ríkisins til listamannalauna eru eitthvert ódýrasta framlag til
atvinnu- og verðmætasköpunar sem veitt eru af opinberu fé. Hinar skapandi
greinar búa til fjölmörg önnur störf og fækka þar með atvinnulausum sem
dregur úr bótagreiðslum hins opinbera.

Það er því mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera fjölgað þeim
mánuðum sem eru til úthlutunar listamannalauna. Listamenn eru [...]

Víðsjá rímixar forsetann
http://www.tregawott.net/menning/?p=535

Tregawöttin vilja mæla með rímixi Víðsjár á Forseta Íslands frá því
á fimmtudaginn var: Víðsjá rímixar forsetann

Og minna á rímix Jóns Arnar Loðmfjörð á sama ræðumanni frá 1.
desember, 2008.

Fjölskyldusýning ÍD - frítt fyrir 12 ára og yngri
http://www.tregawott.net/menning/?p=553

Í dag býður Íslenski dansflokkurinn upp á svokallaða Fjölskyldusýningu
þar sem sett eru saman brot úr skemmtilegum og aðgengilegum verkum. Sýningin
er ætluð allri fjölskyldunni og er markmiðið að kynna nútímadans fyrir
fólki og þá sérstaklega yngri kynslóðinni. 12 ára og yngri fá ókeypis
inn á sýninguna og 13-16 ára fá miðann á hálfvirði (1.725 [...]

Haukur Már um bíómyndir
http://www.tregawott.net/menning/?p=548

Haukur Már Helgason hefur bloggað síðustu daga um myndirnar á RIFF og
ýmislegt fleira kvikmyndatengt. Bloggað einsog vindurinn. Fagmannlega,
snaggaralega og hvínandi. Altso: hérna.

Knappur reiðilestur: Norðurlandameistarinn í bókmenntum er ekki til sölu
http://www.tregawott.net/menning/?p=259

Norðurlandameistari í bókmenntum í fyrra [2006] var ljóðskáldið Göran
Sonnevi, eftir að hafa verið tilnefndur fimm sinnum áður um ævina, og fékk
hann verðlaunin fyrir bókina Oceanen. Ég er nýbúinn að festa kaup á
bókinni Mál; Verkfæri; Eldur sem gefin var út fyrir 20 árum í þýðingu
Sigurðar Á. Friðþjófssonar, sem virðist afbragð – keypti hana notaða
á Haraldi íkorna, þeirri yndislegu vefbókaverslun. Auk þessarar bókar
hefur Thor Vilhjálmsson þýtt ljóðið Um stríðið í Víetnam eftir
Sonnevi, sem samkvæmt stuttum formála í Mál; Verkfæri; Eldur er eitthvert
mest umrótsvaldandi ljóð sem skrifað hefur verið í
„nágrannalöndunum“ - og því nánast gerðir skórnir að Svíþjóð sé
velferðarríki sökum útkomu þessa ljóðs. Það kom út í Birtingi árið
1966.

Konur 30 og brasilískt - bókverk
http://www.tregawott.net/menning/?p=539

Tregawöttin höfðu spurnir af áhugaverðri bók:
Bókverkið Konur 30 og brasilískt er unnið út frá samnefndri umræðu á
vefsvæðinu er.is (barnaland.is) um konur orðnar 30 ára og eldri og
brasilískt vax.

Umræðan var bútuð í sundur og sett saman á ný í nýtt samhengi í 12
ljóð sem svo eru koparprentuð og saumuð saman í bók í [...]

Jóhannes ljóðar á Hannes
http://www.tregawott.net/menning/?p=544

En þessi sami Jóhannes í Bónus hefur síðustu vikur verið að senda mér
undarlegan samsetning eftir sig í bundnu máli, að vísu ekki mjög haglega
ortan. Mér fannst, að hann ætti heldur að snúa sér til
Kvæðamannafélagsins Iðunnar um yrkingar sínar
Sagði Hannes Hólmsteinn á bloggi sínu á dögunum. Stóryrði -
hannesgi.blog.is. Að Jóhannes væri ljóðskáld, [...]

Litla gula hænan
http://www.tregawott.net/menning/?p=558

Myndin er ákveðin sigurhátíð þótt stríðið standi enn. Til að Vigdís
gæti orðið forseti og Jóhanna forsætisráðherra þurfti ýmislegt að
gerast áður. Maður sér að takmark rauðsokkanna var ekki öfgafullt nema í
karllægum veruleika þess tíma. Hvar eru öfgarnir í því að konur gætu
unnið úti, launamunur væri jafnaður, dagheimili væru almenn,
fóstureyðingar frjálsar og [...]

Hér var eitt sinn annað skóhorn
http://www.tregawott.net/menning/?p=564

Út er komin ljóðabókin Hér var eitt sinn annað skóhorn. Bókinni er
skipt í fjóra kafla: Ljóð í skóhorninu, Afgangsljóð, Ný ást og
Ferðaljóð. Líkt og í fyrri bókum er ort um gamla ást en einnig má finna
uppskrift af pastarétti sem og ferðaljóð.

Bókin er fjórða bók höfundar en sú fyrsta kom út árið 2006 [...]

Norrænn ferðastyrkur til rithöfundar
http://www.tregawott.net/menning/?p=555

Veittar verða kr. 135.000 til að styrkja rithöfund til dvalar á
Norðurlöndum. Umsóknir um styrkinn skulu berast Bókasafnssjóði höfunda,
Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík. Síðasti skiladagur umsókana er 1. október
2009.

Umsóknum skal fylgja greinargerð um hvernig umsækjandi hyggst verja
styrknum.

via Rithöfundasambandið.

Þrjú ljóð úr Hér var eitt sinn annað skóhorn
http://www.tregawott.net/menning/?p=566

Ástarleikir

Hún prjónar
lopahúfur á sig
og kærastann
klæðist lopapeysu
fráhnepptri
þegar hún er ofaná

Kúbanskur seiður í Seiðum og hélogum
http://www.tregawott.net/menning/?p=574

Það hefur ekki mikið borið á því að kúbanskar bókmenntir berist okkur
í íslenskri þýðingu. Nú þegar rétturinn á þýðingum hefur rokið upp
sökum efnahagsþrenginga okkar eru margir uggandi yfir því að þýðingar á
fagurbókmenntum verði færri en áður og fábreyttari. Það er því mikið
fagnaðarefni þegar þýðingar á vönduðum og spennandi bókmenntum frá
heimshlutum [...]

Fint som snus eftir Daniel Boyacioglu
http://www.tregawott.net/menning/?p=238

Maður fyllist næstum öfund þegar maður kemur til hinna Norðurlandanna og
lítur í blöð. Síðsumars var undirritaður stuttlega til heimilis hjá
íslenskri fjölskyldu í Uppsölum sem keypti hið ágæta sænska dagblað
Dagens Nyheter. Daglega fylgir blaðinu menningarkálfur á stærð við hina
vikulegu Lesbók Morgunblaðsins. Það væri ekki amalegt ef eitthvað af
íslensku dagblöðunum gæti státað sig af einhverju álíka. En þetta er
ekki fjölmiðalpistill heldur ljóðapistill. Yfir morgunkaffinu einn daginn
vakti ritdómur um nýjustu ljóðabók sænska skáldsins Daniel Boyacioglu
athygli mína.

Knut Hamsun - mikilvægur og umdeildur
http://www.tregawott.net/menning/?p=579

Sunnudaginn 4. október kl. 13.30-17.00 bjóða Bókmennta- og
listfræðistofnun Háskóla Íslands og Norska sendiráðið til málþingsins:
Knut Hamsun – mikilvægur og umdeildur.

Hamsunhelgi: Dagskrá.

Rándýr - síðasta sýning
http://www.tregawott.net/menning/?p=582

Rándýr eftir Simon Bowen var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í London
áríð 2002 við góðar undirtektir. Verkið fjallar um 8 manneskjur í
mismunandi þrepum góðærisstigans, sem eiga það öll sameiginlegt að vilja
meira. Meiri peninga, meiri virðingu,meiri ást. En einhvers staðar mun þó
bólan að lokum springa og allt hlýtur að enda með ósköpum. Tvö morð,
[...]

Ljóðveldið Ísland
http://www.tregawott.net/menning/?p=584

Hrun íslenska efnahagskerfisins hratt af stað atburðarás sem ekki sér
endann fyrir, en það á sér líka örlagaríka forsögu. Hrunið er kveikjan
að nýrri bók Sindra Freyssonar, Ljóðveldið Ísland, sem Svarta forlag
hefur nú gefið út og þjófstartar þar með ársafmæli Hrunsins. Í
Ljóðveldinu Íslandi freistar Sindri þess á djarfan og kraftmikinn hátt að
setja í ljóðaform sögu íslenska lýðveldisins frá stofnun þess til
nútímans. Auk þess að kasta fram frumlegri og nístandi sýn á
Íslandssöguna seinustu áratugi reynir höfundur jafnframt að skilja og
kryfja ástæður þess að í óefni er komið fyrir íslenskri þjóð.

Vefsafn.is opnar í dag
http://www.tregawott.net/menning/?p=588

Menntamálaráðherra opnar vefsafn.is formlega kl. 13 í dag í
Þjóðarbókhlöðunni. Vefsafnið er einstakt, því þar er að finna allt
efni og gögn sem birst hefur á þjóðarléninu.is, frá árinu 2004. [...]
Ísland er meðal fyrstu ríkja í heimi til að safna öllu efni í
þjóðarléni sínu og opna almenningi aðgang að því. [...] Í vefsafninu
[...]

Ókei bæ-kur
http://www.tregawott.net/menning/?p=592

„Við ætlum að gefa út allt sem okkur langar til að gefa út og er
fræðilegur möguleiki á að einhver kaupi. Það er okkar manifestó," segir
skopteiknarinn og leik­skáldið Hugleikur Dagsson.

Hugleikur og Ólafía Erla Svansdóttir hafa stofnað bókaútgáfuna Ókei
bæ-kur. Fyrsta útgáfan er væntanleg í nóvember, en hún verður
listaverkabók um Davíð Örn Halldórsson. Hugleikur [...]

Innbyrðis og útbyrðis - skapandi skrif
http://www.tregawott.net/menning/?p=596

Til að skapa þarf opinn huga og hráefni úr öllum áttum. Á námskeiðinu
þjálfa þátttakendur gagnrýna hugsun og nota efni bókarinnar Tvískinnu til
að skoða ólík menningarfyrirbæri á skapandi hátt. Rýnt er í skilaboðin
sem neyslusamfélagið og menningin sendir okkur og þátttakendur æfa skapandi
skrif. Allir nemendur fá eintak af bókinni Tvískinna (tviskinna.ljod.is)
Á fimmtudaginn hefst [...]

Ofurvald söguþráðarins - um hnignun skáldsögunnar, lesandann og bók sem
óvart varð til
http://www.tregawott.net/menning/?p=601

Hvernig verður bók til, hvar hefst allt saman? Ferill orðanna verður ekki
rakinn, segir Hannes Sigfússon í ljóði, og satt best að segja er ekki hægt
að orða það betur. Skáldskapur er órökvís í eðli sínu, hann er
þrotlaus leit að kjarna mannsins, tilgangi eða þá tilgangsleysi lífsins,
tilraun til að takast á við hið [...]

Ljóðabókatískan
http://www.tregawott.net/menning/?p=222

Tvær ljóðabækur, Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást
eftir Ingunni Snædal og Fyrir kvölddyrum eftir Hannes Pétursson voru
tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna í gær [7. desember, 2006] –
og óskum við höfundum þeirra sem og öðrum tilnefndum hjartanlega til
hamingju. Tregawöttin lögðust í sagnfræðigrúsk til þess að kanna hvort
þetta væri nokkuð einsdæmi og komust að því að svo væri alls ekki, en
ef bókmenntaverðlaunin eru sæmilegur mælikvarði á hvað þykir passlega
menningarlegt fyrir íslenska alþýðu þá eru sveiflurnar í hylli ljóðsins
merkilegar.

Jón Viðar um grínara og Grindvíkinga
http://www.tregawott.net/menning/?p=608

Þrátt fyrir kreppur og aðra óáran í mannlífinu, gengur tilveran sinn
vanagang. Haustmyrkrin leggjast yfir, fyrstu lægðirnar koma og fara; í
leikhúsunum eru fyrstu sýningarnar einnig gengnar í garð. Voldug
kynningarrit berast inn um lúguna frá Þjóðleikhúsinu og LR; eitthvað
kostar nú þetta, hugsar maður, þegar maður flettir þeim. En auðvitað
þurfa leikhúsin að ná [...]

Þórarinn Eldjárn í nýju bókasafni
http://www.tregawott.net/menning/?p=612

Hið nýja og glæsilega Bókasafn Akraness opnar fimmtudaginn 1. október nk.
kl. 10:00 og hefur þar með starfsemi sína í glæsilegum húsakynnum að
Dalbraut 1. [...] Akurnesingum og öðrum gestum er boðið að heimsækja
safnið af þessu tilefni, skoða nýbygginguna og þiggja kaffiveitingar, en
starfsfólk safnsins mun sjá um leiðsögn um safnið og kynna starfsemina
[...]

Er virkilega best að vera heima?
http://www.tregawott.net/menning/?p=617

Karli Marx varð einhvern tíma að orði að stórir atburðir
mannkynssögunnar gerðust fyrst sem harmleikir en endurtækju sig svo sem
farsi. Írska leikskáldið Enda Walsh fer með þessa kenningu alla leið og
svolítið lengra í verkinu Heima er best (The Walworth Farce) sem var
frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið undir stjórn Jóns Páls
Eyjólfssonar.
Silja Aðalsteins [...]

Gráa svæðið: Þýtt eða frumsamið
http://www.tregawott.net/menning/?p=619

Á fyrri hluta sjötta áratugarins var Kristmann Guðmundsson í hlutastarfi
hjá Menntamálaráði við að semja mikla heimsbókmenntasögu. Fyrra bindi
þess verks kom út hjá Menningarsjóði haustið 1955. Í ritdómi sínum um
bókina sýndi Bjarni Benediktsson frá Hofteigi fram á að vissir kaflar
hennar væru íslenskaðir orðrétt upp úr Verdenslitteraturens historie eftir
norska háskólaprófessorinn Francis Bull, [...]

Dreptu betur!
http://www.tregawott.net/menning/?p=622

Á fimmtudagskvöldið fer fram spurningaleikurinn 'Dreptu betur' í Eymundsson
við Skólavörðustíg.Þá mun stíga á stokk okkar fremsti
spennusagnahöfundur, Ævar Örn Jósepsson og spyrja þátttakendur 30
spurninga um hina ýmsu karaktera glæpasagna og kvikmynda. Ekki þarf að taka
það fram að Ævar Örn er þaulvanur spyrill og spurningahöfundur en hann
hefur séð um samskonar keppni á [...]

Hin asíska gredda – um Sumir láta eins og holdið eigi sér takmörk
http://www.tregawott.net/menning/?p=200

Í vikunni bárust mér tvö póstkort. Þau bárust sama daginn. Annað
þeirra var ekki undirritað, en á hinu stóð „kveðja, Steinn Steinarr“.
Bréfritarar hafa ekki heldur haft fyrir því að finna heimilisfang mitt,
því á öðru stóð einfaldlega „Eiríkur Norðdahl/ Ísafirði“ en á
hinu „Eiríkur Örn N. / Ísafjörður / Vesturland [sic]“. Á framhliðum
þeirra voru bókakápur á tveimur Bjartsbókum. Steinn Steinarr valdi
kápukort af bókinni Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins eftir Steinar
Braga, en Anonymous valdi Guðlausa menn Ingunnar Snædal.

Myndskeið mánaðarins: Einar Már
http://www.tregawott.net/menning/?p=628

Myndskeið mánaðarins á heimasíðu Sagenhaftes Island sýnir Einar Má
Guðmundsson lesa upp ljóð sín á Café Rosenberg. Upptaka og klipping:
Þorsteinn J. Ljósmyndir Karl R. Lilliendahl.

Myndskeið mánaðarins.

Rökkvað útgáfuhóf
http://www.tregawott.net/menning/?p=635

Rökkvað útgáfuhóf verður haldið í bókaverslun Eymundsson í
Austurstræti annað kvöld, fimmtudagskvöldið 1. október kl. 20. Þar kynnir
Viktor Arnar bókina og hinn geðþekki tónlistarmaður Eyjólfur Kristjánsson
treður upp. Léttar veitingar fyrir gesti og gangandi - allir hjartanlega
velkomnir.

via Forlagið.

Líf og list: 100 ára vegferð Karitasar Jónsdóttur
http://www.tregawott.net/menning/?p=638

Bókmenntanámskeið um verk Kristínar Marju Baldursdóttur. Leiðbeinandi:
Sigfríður Gunnlaugsdóttir. Bókmenntanámskeiðið er haldið í tengslum
við Ritþing Kristínar Marju Baldursdóttur sem verður haldið í Gerðubergi
31. október n.k. Á námskeiðinu verður skyggnst inn í söguheim
Karitasarbóka Kristínar Marju Baldursdóttur. Saga Karitasar er ekki einungis
saga af langri og viðburðaríkri ævi einnar manneskju heldur saga íslenskrar
þjóðar [...]

Ljóðleikur um síðasta dag Sveins skotta
http://www.tregawott.net/menning/?p=632

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði og Lýðveldisleikhúsið í Reykjavík
setja verkið „Síðasti dagur Sveins skotta á Ísafirði“ á svið í
febrúar. Verkið er ljóðleikur eða söngdans um Svein Björnsson þjóf,
nauðgara og galdramann sem var hengdur í Rauðuskörðum á Barðaströnd
1648. „Verkið er svört kómedía sem gerist á síðasta ævidegi Sveins
þar sem hann bíður aftöku sinnar [...]

Hryllilega, ógeðslega fyndin!
http://www.tregawott.net/menning/?p=641

Plottið er einfalt og myndin er hvorki ýkja djúp né merkileg. Hún er
einfaldlega mjög áhrifarík og tekst mjög vel það sem hún ætlar sér: Að
hræða mann og fá mann til að hlæja inn á milli. Myndinni tekst jafnvel oft
að vera í senn fyndin og hræðileg, sem er ekki svo auðvelt. Sam Raimi
[...]

nýhil: open mic ljóðafxxx á Bakkusi
http://www.tregawott.net/menning/?p=643

Það er búið að lofa ykkur því að í kreppunni blómstri listirnar.
Þessu var eiginlega lofað áður en kreppan hófst. Það er ekki satt. Í
kreppunni komist þið bara sjaldnar burt af landinu, hafið ekki efni á humar
nema á hátíðum, sitjið uppi með leiðinlegra sjónvarpsefni, sjáið minna
af sýningunum í Tate Modern, hafið um [...]

Rigningin gerir ykkur frjáls
http://www.tregawott.net/menning/?p=646

Ísland, sagði ég,
þó ég arki upp og niður fjöll þín og firnindi, dáist að
holtasóleyjum og kunni að krúnka eins og krummi, þá
geri ég það allt á kínverskum skóm.
Ljóðabókin Rigningin gerir ykkur frjáls er uppgjör Hauks Más Helgasonar
við gamla Ísland og ögrandi samtal við það nýja og heiminn í kring.
Það er ekki algóð veröld, háskalega margt minnir á öldina þrettándu.
Ljóðin í bókinni eru frá feitu árunum okkar sem við getum nú upplifað
í nýju samhengi. Þau fjalla um pólitíkina, ástina, gleðina, reiðina,
pirringinn og lífsfyllingu unaðarins og um rigninguna sem skolar burt sögunum
og syndinni og gerir okkur frjáls.

Síðar í dag munu Tregawöttin birta eitt ljóð úr bókinni, lesendum
sínum til yndisauka.

Orð af orði - Um Stóru orðabókina og skáldskaparfræðin
http://www.tregawott.net/menning/?p=128

Út kom fyrir jól hjá J[óhanni] P[áli] V[aldimarssyni] ný, glæsileg og
vel þung orðabók sem markar tímamót í íslenskri orðabókaútgáfu.
Stóra orðabókin um íslenska málnotkun eftir Jón Hilmar Jónsson er
stærsta orðabók sem út hefur komið síðustu áratugi enda er hún yfir
1600 bls. í stóru broti. Auk þess fylgir geisladiskur bókinni sem inniheldur
rafræna útgáfa hennar þar sem boðið er upp á margvíslega leitar- og
notkunarmöguleika.

Eldflaugavísindi eftir Hauk Má Helgason
http://www.tregawott.net/menning/?p=648

næturnar buslandi í flæðarmálinu
næturnar mistur yfir dalnum
dalurinn milli rifja
næturnar í plastflösku með strikamerki, bíp!

dagar í flugeldum
dagar í fallbyssum
dagar í sokknum skipsskrokkum

Næturfögnuður hinna lifandi dauðu
http://www.tregawott.net/menning/?p=655

Crymo bíður vinum, vandamönnum og vinsamlegum að koma í þemapartý
föstudaginn 2 október, upp úr 9. Gestir eru beðnir um að koma sem einhver
myrkravera, vampírur, uppvakningar, draugar og nornir eru innilega velkomin.
Fögnum vetrinum og höldum svo út í nóttina!!

via Facebook | Næturfögnuður hinna lifandi dauðu.

Vor og hvaðeina | Kurrar í kólibrífugli
http://www.tregawott.net/menning/?p=658

En þó Spring and all fagni vorinu er ekki þar með sagt að hún sé einn
endemis gleðisöngur, þvert á móti er hún oft þung og hörð og blóðug
– einhvern veginn ansi langt frá kuldalegri kurteisi Eliots. Það er ekki
jafn mikil sótthreinsislykt af Williams, ekki jafn sterkur eterfnykur af honum,
enda eyddi hann [...]

Írsk skáld í Kópavogi
http://www.tregawott.net/menning/?p=662

Miðvikudagur 7. október GERÐARSAFN: Ljóðakvöld kl. 20. Karl Guðmundsson
les þýðingar sínar á ljóðum írska Nóbelsverðlaunahafans Seamus Heaney.
Þá lesa írsku skáldin Caitriona O’Reilly og Pat Boran úr verkum sínum
– sjá upplýsingar hér að neðan. Aðgangur ókeypis

Fimmtudagur 8. október BÓKASAFN KÓPAVOGS: Ljóðakvöld kl. 17.30. Nokkrir
félagar úr Ritlistarhópi Kópavogs lesa úr bókinni „Í augsýn“ og hita
með því upp fyrir írsku skáldin Caitriona O’Reilly og Pat Boran sem lesa
úr verkum sínum. Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.

Bestu kveðjur,

Ritstjórn Tíu þúsund tregawatta
tiuthusun...@gmail.com
www.tregawott.net

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages