Skáldfákur á heljarslóð

1 view
Skip to first unread message

Kristian Guttesen

unread,
Sep 3, 2009, 8:19:30 AM9/3/09
to ljod...@googlegroups.com
Fréttatilkynning frá guttesen.is » afskornu eyra

3. september 2009 | 12:07 | Flokkað sem dægurþras

Hinn kómíski þáttur
er beittasta vopn mitt í baráttunni.

Það felst sannleikskorn
í túlkun þinni
þegar þú dregur upp hina kynlegu
ímynd mína
sem kallast á við raunsannan
hversdagsleikann

þú skyggnist inn í sálu mína

myndin
endurspeglar í senn
háska og sanna auðmýkt.

Þótt öfgarnar tröllríði
þegar þú teiknar rauðu sólgleraugun
álasa ég þér ekki.

Gleraugun eru hinn upphafni sannleikur.

Og hvað er lífið
annað en absúrd persóna með rauð
sólgleraugu?

Til samræmis við tóninn í bókinni
er þessi mynd
einmitt
það sem vantaði.

bbernhardur

Kviknaði í brjósti
vonarneisti

ljósblik hugans

en skjótt brann 
vafurloginn

í brimróti tímans
brotnaði fleyið

skáldfákur 
fetaði heljarslóð.

skaldfakur

Ferill Bjarna Bernharðs spannar hálfan fjórða áratug. Samhliða ritstörfum hefur hann fengist við myndlist við góðan orðstír. Á þessum tíma hafa ljóð hans og efnistök tekið töluverðum breytingum og má greina í þeim leitandi einstakling sem tekist hefur á við lífið af hispursleysi og grósku.

Til er sú heimspeki sem túlkar líf manns sem átök hans við að sætta hið appolóníska í tilverunni sem birtist í reglu, kyrrstæðri fegurð og skýrum mörkum, við hið díónýsíska sem birtist í ofsa, öfgum og upplausn þessara marka. Þá baráttu hefur Bjarni háð á afkastamiklum ferli á heljarslóð, í lífi sínu og ljóðum.

Í þessu ljóðaúrvali Bjarna Bernharðs birtist meginhluti ljóðanna í endurgerð. Bókin fæst í bókabúðum.

skaldfakur.gif
bbernhardur.jpg

Hildur Lilliendahl

unread,
Sep 3, 2009, 8:22:58 AM9/3/09
to ljod...@googlegroups.com
Eru þessi ljóð í bloggfærslunni eftir Bjarna? Eða kannski þig?

Kv.,
Hi.
_____
hlv
vs. 411 4706
gsm. 869 1884
Ogden Nash  - "The trouble with a kitten is that when it grows up, it's always a cat."

Kristian Guttesen

unread,
Sep 3, 2009, 8:26:28 AM9/3/09
to ljod...@googlegroups.com
Þau eru úr safninu, og eftir Bjarna Bernharð.

Þann 3. september 2009 05:22, skrifaði Hildur Lilliendahl <hildur.li...@gmail.com>:
Eru þessi ljóð í bloggfærslunni eftir Bjarna? Eða kannski þig?

Kv.,
Hi.
_____
hlv
vs. 411 4706
gsm. 869 1884
Ogden Nash  - "The trouble with a kitten is that when it grows up, it's always a cat."

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages