Bókatíðindi

5 views
Skip to first unread message

Draumey Aradóttir

unread,
Nov 7, 2009, 7:45:18 AM11/7/09
to ljod...@googlegroups.com
 
Draumey Aradóttir er rithöfundur, skáld og kennari, búsett í Lundi í Svíþjóð síðan á vordögum 1998. Þann 12. nóv. kemur út á Íslandi fimmta bók Draumeyjar sem ber titilinn Draumlygnir dagar. Þar býður höfundur lesendum með sér í ferðalag í draumi og vöku gegnum líf og dauða, harm og huggun, sorg og gleði. Hugsanir og tilfinningar sem allir menn fara í gegnum einhvern tíma á ævi sinni. Útgefandi er Bókaforlagið Blátunga.
     Bókin verður til sölu í BMM við Laugaveg, í Iðu við Lækjargötu og í bókaverslunum Pennans-Eymundsson á Reykjavíkursvæðinu. Einnig má panta eintak hjá forlaginu með því að send tölvupóst til: dra...@gmail.com
Úsöluverð er 2.480,-
     Aftan á bókarkápu segir svo:

“Í ljóði er eilífðin aldrei spurning. Ljóð og óendanleiki sanna án afláts hvort annað, bæði í rými og tíma sem er takmarkalaus fyrir vikið. Ljóðið kveikir líf sem kveikir ljóð sem kveikir líf. Hringrás sem tekur engan enda og varir að eilífu því orð er alltaf á lífi: orð er alltaf upphaf, aldrei endir, rétt eins og lífið sjálft. Dauði er hins vegar lífvana orð og þar af leiðandi augljós þversögn. Það er huggun harmi gegn, hverjum sem missir, grætur og saknar. Og undan því fær enginn vikist, hvorki í orði né raun.”
            Sigurður Hróarsson

Draumlygnir dagar er ljóðræn för sem höfundur og lesendur fara saman í vöku og draumi gegnum liti og tóna lífsins, söknuð og huggun. För þeirra lýkur aldrei því hvað eru draumur og vaka annað en sitt hvor dansinn við sama stef? Hvað eru fæðing og dauði annað en tónar í hljómkviðu lífsins? Og hvað er lífið ef ekki óslökkvandi eldur í litríku landi eilífðarinnar?


_________________________
Draumey Aradóttir
Blåtungavägen 4
224 75 Lund, SVERIGE

Telefon +46 46 121262
Mobil    +46 708 448813
Web      www.draumey.net
E-post   dra...@gmail.com


Draumlygnir dagar framsíða.pdf
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages