[Menningarslys!] Weekly Digest Email

1 view
Skip to first unread message

admin

unread,
Nov 28, 2009, 2:02:38 AM11/28/09
to tiuthusun...@gmail.com
Nýjasta nýtt á Tíu þúsund tregawöttum:

Vargastefna
http://www.tregawott.net/menning/?p=940

Undir fyrsta október
eins og flestum kunnugt er
eftir heit um auð og stolt,
öllu var á botninn hvolft.

Eva Hauksdóttir birtir ársgamla vargastefnu via Sápuópera.

Þorsteinn frá Hamri
http://www.tregawott.net/menning/?p=942

Þorsteinn frá Hamri hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi
íslenskrar tungu í vikunni. Þorsteinn er eitt afkastamesta og áhrifaríkasta
ljóðskáld okkar daga. Bergsteinn Sigurðsson leitaði til nokkurra yngri
skálda og bað þau að segja frá áhrifum hans á þau og velja ljóð sem
þau halda upp á
via Visir - Vefmiðlar - Fbl - ePaper - [...]

Bókakvabb Egils
http://www.tregawott.net/menning/?p=945

Ég fæ ekki séð að bókatitlarnir þessi jól séu neitt færri en áður,
þrátt fyrir kreppu. Það er margt jákvætt við þetta, þetta er vottur um
öflugt menningarlíf – það koma ekki út svona margar bækur í Cluj eða
Cardiff.

En að er mjög sérstakt hversu mikið kemur út á afar stuttu tímabili,
bara örfáum vikum [...]

Imbinn.is
http://www.tregawott.net/menning/?p=947

Janus Bragi Jakobsson og Tinna Ottesen gera vikulegar heimildamyndir um
Vestfirði, með músík frá Mugison á Imbinn.is.

Hefnd Olgu drottningar
http://www.tregawott.net/menning/?p=949

Miðvikudaginn 25. nóvember, kl. 17.15 er boðið uppá dagskrá tileinkaða
rússneskum bókmenntum í Bókasal Þjóðmenningarhússins. Árni Bergmann
ræðir um sagnaritun Rússa og norræna bókmenntahefð út frá nýútkomnu
verki í Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags; Rússa sögur og
Ígorskviða sem Árni þýddi og skrifaði ítarlegar skýringar við. Erindið
nefnist: Hefnd Olgu drottningar. Um sagnaritun Rússa og norræna [...]

Gutlað í hljómsveitum
http://www.tregawott.net/menning/?p=951

Þrátt fyrir að Magnús Eiríksson hafi byrjað að gutla í hljómsveitum um
fermingu og spilað á böllum öll unglingsárin byrjaði hinn eiginlegi
tónlistarferill seint. Sá Magnús sem við þekkjum best, kenndur við
hljómsveitina Mannakorn og jafnan í slagtogi við Pálma Gunnarsson, kemur
ekki fram fyrr en um miðjan áttunda áratuginn þegar Magnús stóð á
þrítugu. [...]

Silfurslegið myrkur
http://www.tregawott.net/menning/?p=953

Það er myrkur í titlinum á ljóðabók Ísaks og sömuleiðis Gyrðis
Elíassonar og Ingunnar Snædal. Komin til að vera nóttin heitir bók Ingunnar
og Gyrðis bók heitir Nokkur orð um kulnun sólar. Lífsháskinn vomar yfir
ljóðum Gyrðis og ástarsorgin liðast um ljóð Ingunnar. Þau búa bæði
yfir kímni og hlýju sem seiðir mann inn í [...]

Sumir svæsnir kvennabósar ...
http://www.tregawott.net/menning/?p=955

Margir sem lesa um Karl Ástuson í bók Steinunnar myndu líklegalega nota um
hann orðið „kvennabósi“. Steinunn kveðst hins vegar ekki gera það í
ljósi þeirra ástæðna sem liggja að baki hegðun hans. Hún segir hins
vegar ekki hægt að einfalda málið þannig að allir sem eigi einungis
skyndikynni við konur séu mæðrasynir, sjái á [...]

Ljóðaslamm í vændum
http://www.tregawott.net/menning/?p=963

Borgarbókasafninu er á hverju ári haldin keppni í einhverju sem kallast
ljóðaslamm. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í næsta ljóðslamm og
allir ljóðaslammarar hvattir til að láta ljós sitt skína.

Úlfhildur Dagsdóttir segir að slammarar þurfi að undirbúa sig vel þar
sem oftar en ekki sé um flókin atriði að ræða.
via Ljóðaslamm í vændum - [...]

Aðventuupplestrar Gljúfrasteins að hefjast
http://www.tregawott.net/menning/?p=957

Nóg verður um að vera á aðventunni á Gljúfrasteini. Á sunnudaginn
klukkan 14 mun Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands,
fjalla um verk Svavars Guðnasonar á Gljúfrasteini. Samhliða verður kynning
á nýrri bók Kristínar G. Guðnadóttur listfræðings um Svavar.
via DV.is - Frétt - Aðventuupplestrar Gljúfrasteins að hefjast.

Selurinn Snorri og nasistarnir
http://www.tregawott.net/menning/?p=960

Ég er svolítið búinn að vera að velta þessu fyrir mér með pólitískan
undirtón í barnabókmenntum og hvort og hvernig hann skilar sér. Ég hef
heyrt frá nokkrum sem lásu (eða heyrðu) söguna um Snorra á yngri árum en
engin kannast við að hafa tengt hana við baráttuna gegn nasisma. Allir eru
þó á því [...]

Frá hversdagslegri depurð yfir í óhugnað
http://www.tregawott.net/menning/?p=965

Styrkur sagnanna felst ekki síst í því hversu blátt áfram þær eru í
svartsýni sinni: Í tómhyggjunni felst hvorki kaldhæðni né gálgahúmor,
frekar skapast tilfinning fyrir ómannlegum hryllingi sem verður sífellt
áþreifanlegri eftir því sem líður á bókina. Steinar hefur mátulega
gaman af að lýsa því hvernig hlutirnir brotna og merjast í jörð og hann
[...]

Druslubókadömur flytja
http://www.tregawott.net/menning/?p=967

Druslubókabloggið hefur flutt sig um set - og er nú hér:
http://bokvit.midjan.is/

Bestu kveðjur,

Ritstjórn Tíu þúsund tregawatta
tiuthusun...@gmail.com
www.tregawott.net

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages