[Menningarslys!] Weekly Digest Email

4 views
Skip to first unread message

admin

unread,
Oct 17, 2009, 3:02:05 AM10/17/09
to tiuthusun...@gmail.com
Nýjasta nýtt á Tíu þúsund tregawöttum:

Teiknimyndasaga um Bertrand Russell
http://www.tregawott.net/menning/?p=756

Lesandinn fær feikimikla innsýn í kenningar Russells, tilfinningarót,
ástir og efa og inn í þetta allt saman fléttast rökfræði og
stærðfræði á þann máta að efni sem annars væri líklega tormelt
læðist upp að manni og verður auðskiljanlegt.
Fjallað er um teiknimyndasöguna Logicomix á  Ynja.net.

You have arrived - ljóðið fann Valgeir Valdimarsson
http://www.tregawott.net/menning/?p=180

/caption]

Ljóðið birtist fyrst á gömlu Tregawöttunum, 18. september, 2006.

Hæg ljóðlist og konseptljóðlist
http://www.tregawott.net/menning/?p=762

We are in the position of having to articulate and shape the discussion about
our work ourselves: the critical system is in a shambles, the blogosphere, which
has come to be a substitute for any real criticism — is an absolute mess and
the prominent poetics bloggers — no names mentioned — in spite of [...]

Eoin Colfer skrifar lokahluta Hitchhiker's Guide
http://www.tregawott.net/menning/?p=765

Eion Colfer, höfundur bókanna um Artemis Fowl, hefur nú lokið við að
klára seríuna Hitchhiker's Guide to The Galaxy, sem Douglas Adams náði
aldrei að ljúka sjálfur. Adams lagði drög að lokum seríunnar en hann
lést áður en hann komst til verksins. Colfer nýtti sér ekki skissur Adams
heldur eigið brjóstvit. Frá þessu er sagt [...]

Um Snöru Jakobínu
http://www.tregawott.net/menning/?p=767

Mörgum finnst formið erfitt í lestri og Snörunni var örugglega aldrei
ætlað að vera skemmtilesning því Jakobína sagði sjálf að hún vildi
virkja lesendur og hafa áhrif á þá. Form sögunnar gerir hana í raun að
einni stórri persónulýsingu. Sögumaðurinn segir oft eitt en meinar annað,
lýgur vísvitandi, er orðljótur og réttlætir sjálfan sig og [...]

Eyþór Árnason hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
http://www.tregawott.net/menning/?p=769

Eyþór Árnason hlaut Bókmennta-verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir
bókina Hundgá úr annarri sveit, sem kemur út hjá Uppheimum á morgun. Á
bókarkápu segir um verkið:
Að lesa verðlaunabókina Hundgá úr annarri sveit er ekki ólíkt því að
fara með veiðistöng út í íslenska náttúru og renna fyrir silung.
Ljóðmálið streymir fram eins og tært vatn, lesandinn finnur [...]

Besti dagur lífs míns eftir Björnstjerne Björnsson e. Ingólf Gíslason
http://www.tregawott.net/menning/?p=169

Hér verða ekki rifjaðar upp magnaðar hrakspár...

ALLUR heimurinn fylgdist með því í beinni útsendingu
á hnattrænu sjónvarpsstöðvunum
þegar Írakar klifruðu upp á Saddam-styttuna í Bagdad
síðdegis á miðvikudag.

Æstur mannfjöldinn stappaði
sigri hrósandi á brotunum
og hausinn var dreginn um borgarstrætin
til að staðfesta fall Saddams
og fólkið fékk útrás fyrir áralangt innibyrgt
hatur og gremju.

Samtöl Matthíasar Johannessen
http://www.tregawott.net/menning/?p=779

Bókin Samtöl Matthíasar Johannessen með inngangi eftir Þröst Helgason er
komin út og var útgáfunni fagnað í Eymundsson í gær þar sem skáldið
las upp úr bók sinni.
via Bókin Samtöl Matthíasar Johannessen komin út - mbl.is.

Flóttafólk e. Jean-Michel Maulpoix
http://www.tregawott.net/menning/?p=437

Þau flytja allan himinblámann, tuskusveipaðan í tágakoffortum sínum
Fram og aftur-ferðir drauma þeirra.
Og þykk ullarsængin, úttroðin eins og ský sem úr mun rigna

Kringlóttur magi konunnar bifast.
Jörðin snýst lítið eitt í augum þeirra.

Þau segja ekki neitt, fara hvergi
Þau setjast eða standa upprétt á horni götunnar, þrýsta sér hvert upp
að öðru

Þýðandi: Kári Páll Óskarsson

Þýðingin birtist fyrst á [...]

Þjóðernissinnar kveða
http://www.tregawott.net/menning/?p=781

Það er orðið alltof langt síðan þjóðernisrómantík átti sér stolta,
opinskáa málssvara hér á Íslandi. Af hverju heldur Aftaka fram slíkri
fullyrðingu? Jú, það er vegna þess að fasisti í fasistabúningi er að
því leyti skárri en fasisti í jakkafötum að það má fyrr þekkja hann
úr mannþrönginni, þrengja að honum og grýta hann. Þó [...]

Vill almennilega umfjöllun um bókmenntir
http://www.tregawott.net/menning/?p=787

Nú ætla ég hins vegar að játa að mig blóðlangar í almennilega
umfjöllun um bókmenntir á íslensku. Nú hvá kannski einhverjir og nefna
Kiljuna, Lesbókina og kannski eitthvað annað. Kiljan er ágæt fyrir sinn
hatt, en hún er bara ekki hreinræktaður bókmenntaþáttur þótt þar sé
fjallað um bækur í bland við annað, og dagblöðin sýnast [...]

Algleymi - bók mánaðarins
http://www.tregawott.net/menning/?p=794

Óhætt er að segja að Hermann Stefánsson sé einn af athyglisverðari
rithöfundum sem komið hefur fram á sjónarsviðið í íslenskum bókmenntum
undanfarin ár. Frá honum hafa komið þrjár skáldsögur, ein ljóðabók,
Borg í þoku (2006), og menningarfræðiritið Sjónhverfingar (2003) þar sem
sótt er í meginlandsheimspeki Evrópu í frumlegri könnun á íslenskum
veruleika. Í verkum hans [...]

Finnsk bókmenntavaka í Edinborgarhúsinu
http://www.tregawott.net/menning/?p=791

Finnsk bókmenntavaka verður í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins á
Ísafirði fimmtudaginn 22. október kl. 20:30. Þar verða kynntar tvær
bækur, annars vegar bókin „Yfir hafið, í steininn“ eftir Tapio Koivukari
og hins vegar „Óþekkti hermaðurinn“ eftir Väinö Linna.
via BB.is - Frétt - Finnsk bókmenntavaka í Edinborgarhúsinu.

Gloppóttur Eftirlitsmaður
http://www.tregawott.net/menning/?p=797

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Eftirlitsmaður Gogols sé
fyndnasta leikrit sem hefur nokkurn tímann verið skrifað. Og það er alltof
langt síðan það var sýnt síðast á íslensku sviði. Svo ég var
virkilega spenntur þegar ég fauk inn úr dyrunum á Smiðju
Nemendaleikhússins á föstudagskvöldið. Ég hafði líka séð í blöðunum
að Stefán [...]

Bestu kveðjur,

Ritstjórn Tíu þúsund tregawatta
tiuthusun...@gmail.com
www.tregawott.net

admin

unread,
Oct 24, 2009, 3:02:38 AM10/24/09
to tiuthusun...@gmail.com
Nýjasta nýtt á Tíu þúsund tregawöttum:

Svartir svanir í Kling & Bang
http://www.tregawott.net/menning/?p=799

Gjörningaklúbburinn opnar sýninguna Svartir Svanir í Kling & Bang gallerí
í dag, laugardaginn 17.október kl.17.
Svartur svanur er myndlíking sem búin hefur verið til fyrir atburði sem
gerast óvænt, koma líkt og þruma úr heiðskíru lofti. Viðburðir þessir
valda gjarnan miklum usla en eftir á að hyggja hefði kannski mátt sjá þá
fyrir. Allt er þetta [...]

33 ástæður til þess að fremja eða fremja ekki þjóðarmorð í
fjarlægum heimshluta
http://www.tregawott.net/menning/?p=225

„all those damn poets with their lines“

Richard Hell – Winter Poem

I

Tilfinningar
mínar
gagnvart

fjöldamorðunum
í Rúanda

eru
ljóð.

II

Helstu rímorð
tungunnar eru:

fjöldamorðin í Darfur
fjöldamorðin í Rúanda.

III

Tíminn er eins og
fjöldamorðin í Tétníu

og afétið andlit mitt
til hálfs.

Sindri og Þorvaldur í Gallerí Crymo
http://www.tregawott.net/menning/?p=801

Í gær opnaði ný myndlistarsýning í Gallerí Crymo. Á neðri hæðinni
eru teikningar og málverk eftir Sindra Má Sigfússon en á efri hæð eru
skúlptúr málverk og teikningar eftir Þorvald Jónsson. Sýningin stendur til
22. október.

via Facebook | Myndlistarsýning í Gallerí Crymo.

Guðbergur yrkir
http://www.tregawott.net/menning/?p=808

Hamingjusöm er ólétta tíkin í innsetningunni í Listasafni Íslands,

hún kallast sannarlega á við fæðinguna í Betlehem í sídjarfri danskri
list.

Þar er engin uppdráttarsýki í sköpuninni.

Bjánalegar bókmenntir.

Bjánalegar kviðlistir.

Bjánaleg hagfræði.

Bjánalega gáfaður lofsöngur um upphafningu hins lítilfjörlega.

Hámenntaðar skírskotanir.

Hvar er Björk?
Guðbergur Bergsson yrkir á Forlagssíðunni via Forlagið.

Nýtt kvikmyndafyrirtæki
http://www.tregawott.net/menning/?p=811

Nýtt kvikmyndafyrirtæki hefur litið dagsins ljós. Vala-kvikmyndir
sérhæfir sig í gerð heimildamynda og handrita. Fyrirtækið er í eigu
leikstjórans Veru Roth og aðrir starfsmenn eru Guðný R. Hannesdóttir og
Lína Thoroddsen framkvæmdastjórar.
via Vala er kvikmyndafyrirtæki með tilgang - mbl.is.

Sýning á ljóðum Höllu Eyjólfsdóttur
http://www.tregawott.net/menning/?p=814

"Svanurinn minn syngur" er heiti dagskrár um líf og ljóð Höllu
Eyjólfsdóttur skáldkonu í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi milli tvö og
fjögur í dag. Hún orti ljóð sem orðið hafa þekkt við lög Sigvalda
Kaldalóns.
via RÚV - Sýning á ljóðum Höllu Eyjólfsdóttur.

Einar Kárason fjallar um Brekkukotsannál
http://www.tregawott.net/menning/?p=816

Rithöfundurinn Einar Kárason mætir galvaskur á Gljúfrastein, sunnudaginn
25.október kl. 16:00, og fjallar um Brekkukotsannál. Skáldverkið kom fyrst
út árið 1957, það fyrsta sem kom út eftir að Halldór hlaut
bókmenntaverðlaun Nóbels 1955.
via Gljúfrasteinn - Gljúfrasteinn - Safnið.

Verð á bókum hækkar um 10 til 15 prósent
http://www.tregawott.net/menning/?p=818

„Hjá Forlaginu gerum við ekki ráð fyrir að verðið hækki um meira en
tíu til fimmtán prósent á milli ára, sem er undir almennum verðhækkum.
Mér sýnist að heildsöluverð á skáldsögum geti því orðið rúmar 5000
krónur."

Forlagið gefur út færri titla í ár en í fyrra en Egill á þó ekki
endilega von á samdrætti [...]

Að brenna í helvíti
http://www.tregawott.net/menning/?p=820

Það standa logar uppúr Þjóðleikhúsinu, það rýkur úr því;
slökkviliðið er mætt og vegfarendur á leið eitthvað annað staðnæmast
og horfa undrandi á okkur fólkið sem streymir inn í brennandi húsið.
Sannarlega táknrænt upphaf á sýningu á: Biedermann og brennuvargarnir eftir
Svisslendinginn Max Frisch.
María Kristjánsdóttir fjallar um nýja uppsetningu á Brennuvörgunum eftir
Max Frisch [...]

Áræði
http://www.tregawott.net/menning/?p=829

Bókin Áræði er samstarfsverkefni nokkurra skálda og myndlistarmanna sem
hófst fyrir um það bil þremur árum og stendur enn yfir. Bókin lifir sínu
eigin lífi og hefur ferðast vítt og breitt um borgina, og reyndar langt út
fyrir hana líka, í félagi við grænan tússpenna.

Upphaf verkefnisins má rekja til bókaþjófnaðar. Einn af höfundum
Áræðis, sem [...]

Hvernig verður bók til? Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir
http://www.tregawott.net/menning/?p=822

Hádegisfyrirlestur 21. október kl. 12 í stofu 102 á Háskólatorgi

Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir ræðir um tilurð skáldsögu sinnar, Stúlka
með fingur

Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir er mikilvirkur og fjölhæfur rithöfundur sem
ekki fer alltaf troðnar slóðir í verkum sínum. Hún sendi frá sér bókina
Stúlka með fingur árið 1999 og hreppti hún Menningarverðlaun DV auk þess
sem hún var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.  Bókin er
þroskasaga ungrar alþýðustúlku sem er send í sveit og kynnist forboðnum
ástum.

Um Rigningin gerir ykkur frjáls e. Hauk Má Helgason
http://www.tregawott.net/menning/?p=833

Rigningin gerir ykkur frjáls e. Hauk Má Helgason
Mál og menning 2009

Ítarleg þýðing þessarar bókar verður ekki skýrð til heildar án
ósundurlausrar útlistunar hlutlægrar athugunar á fyrirbærum samtímans í
samhengi við velgengni í samkeppnisathöfnum auk umtalsverðrar
merkingarbærni hins ófyrirsegjanlega.

Því má segja að frjálslyndi Hauks varðandi skynjun og ímynd, sem minnir
furðanlega á ótilverubundin raddsvið er nánast nákvæm andstæða þess í
fagurfræðilegri nauðung, kallar sem fyrr fram þá titrandi andrúmsbundnu
uppsöfnuðu tilfinningu fyrir grimmilegum, ósveigjanlega friðsælum
óendanleika.

Bakslag hjá Jóni Kalman
http://www.tregawott.net/menning/?p=840

Nýjasta bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Harmur englanna, er bakslag á
höfundarferli hans. Í síðustu tveimur bókum sínum hafði Jón náð að
gera betur en í bókinni á undan.

Fram að bókinni Sumarljós og svo kemur nóttin, sem kom út árið 2005,
höfðu skáldsögur Jóns verið nokkuð tætingslegar, ekki nægilega vel
úthugsaðar og heildstæðar; inn á milli [...]

Gauti um Ljóðveldið Ísland
http://www.tregawott.net/menning/?p=842

Ljóðveldið Ísland er einmitt eitt þessara verka sem við þurfum á að
halda til að skilja betur ruglið sem við stöndum í miðju og engin von
virðist vera að taki að linna; það er reyndar að versna ef eitthvað er,
í samræmi við hækkandi stig örvæntingar. Demagógarnir hafa komið sér
tryggilega fyrir á hæstu múrbrotunum [...]

Holger Cahill úr torfkofanum
http://www.tregawott.net/menning/?p=844

Á fimmtudag næstkomandi verður heimildarmyndin From Turf Cottage to the
Cover of Time sýnd í Hafnarhúsinu. Myndin fjallar um listamanninn Holger
Cahill eða Svein Kristján Bjarnason sem fæddist árið 1887 á Íslandi,
via Pressan.is | Frá torfbæ á forsíðu Time.

Þröstur um Gyrði
http://www.tregawott.net/menning/?p=846

Eins ljóst og umfjöllunarefnið er af titli bókarinnar, Nokkur almenn orð
um kulnun sólar, þá eru ljóðin skýr og óskeikul í ætlunarverki sínu.
Þessi bók er satt að segja engin hvítbók, heldur svört skýrsla um það
hvernig okkur hefur farnast eftir að frægðarsólin hné til viðar. Það er
fátt að orna sér við og svartur [...]

Helgisvipurinn þveginn
http://www.tregawott.net/menning/?p=848

Skáldsaga Úlfars Þormóðssonar um Hallgrím er ekki ævisaga
passíusálmaskáldsins, gerð eftir „bestu heimildum” eins og stundum er
tekið til orða. Þetta er skáldsaga, rituð af mikilli íhygli þar sem ævi
skáldsins og atburðum á öld hans er fylgt ár frá ári. Bókin er ekki
tilraun til að segja „hina endanlegu sögu” Hallgríms Péturssonar heldur
mögulega [...]

,,Þórbergur, ástin og andófið"
http://www.tregawott.net/menning/?p=853

/caption]

Um skopstælingu Þórbergs á nýrómantík
Margt hefur verið sagt um Þórberg Þórðarson gegnum tíðina. Það er
almennt viðurkennt að hann hafi verið einn mesti stílisti Íslands á 20.
öld. Meiraðsegja þeir sem fundu Þórbergi flest til foráttu þegar Bréf
til Láru kom út árið 1924 gátu ekki fett fingur útí óviðjafnanlegan
stíl bókarinnar. Því hefur einnig stundum verið haldið fram að
Þórbergur hafi verið sannsöglastur rithöfunda, en við vitum vænti ég
flest hversu mikið var að marka þá einkunn. Jafnframt vita flestir að
Þórbergur skrifaði aðallega um sjálfan sig og hversu sjálfshæðinn hann
var í lýsingum á sjálfum sér, meinhæðinn í lýsingum á öðrum. Því
er enda jafnan haldið á lofti að Þórbergur hafi verið einna mestur
húmoristi íslenskra rithöfunda á 20. öld.

Bryndís Schram og Eftirlitsmaðurinn
http://www.tregawott.net/menning/?p=850

Gleðin og nautnin leyndi sér heldur ekki í leik þessa unga fólks. Öll
náðu þau ótrúlega góðum tökum á persónum sínum og gáfu þeim líf,
sem vakti áhuga, forvitni. Og ég sé ekki betur en að þarna innan um séu
efni í gamanleikara framtíðarinnar. Hópatriðin voru augnayndi, augnablik
úr gömlum kvikmyndum. Með samtvinnun lýsingar [...]

Uppheimar Bókaforlag: Bókmenntadagskrá Uppheima í Norræna húsinu 24.
0kt.
http://www.tregawott.net/menning/?p=859

Uppheimar efna til bókmenntadagskrár í samvinnu við Norræna húsið nk.
laugardag, 24. október kl. 16.00 þar sem kynntar verða nýjar bækur.

Tapio Koivukari les úr skáldsögunni Yfir hafið og í steininn sem kemur út
þennan sama dag.

Sigurður Karlsson kynnir þýðingu sína á Óþekktum hermanni eftir Veino
Linna.

Njörður P. Njarðvík les úr ljóðabókinni Hlustaðu á ljósið.

Eyþór Árnason [...]

Dómur um dóm um Brennuvarga
http://www.tregawott.net/menning/?p=861

Biedermann gerir ráð fyrir því að brennuvargarnir séu hugsjónamenn en í
þessari senu kemur þeirra rétta eðli í ljós. Hinn sanni hugsjónamaður,
heimspekingurinn, á hins vegar ekki hljómgrunn hjá Biedermann. Þegar
heimspekingurinn heldur innblásna ræðu er henni drekkt í hljóðefekktum. Í
verkum Sjeikspírs var það yfirleitt hirðfíflið sem sagði sannleikann -
hér er það heimspekingurinn [...]

TIL RÓSU FRÆNKU eftir Allen Ginsberg
http://www.tregawott.net/menning/?p=863

Rósa frænka — núna — Þegar ég sé þig
horað andlit og augntanna bros, kvalin
af gigt — háir svartir þungir skór
á beinaberum vinstri fæti þínum
haitrar um langa ganga í Newark á lausu teppinu
framhjá svörtum flyglinum
í dagstofunni
þar sem veislurnar voru
og ég söng spænska konungssöngva
hárri skærri röddu

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages