Gauti um Af steypu
http://www.tregawott.net/menning/?p=874
Með ljóðunum og yfirlýsingunum eru einnig „klassískar“ fræðigreinar
sem fylla upp í myndina af konkretljóðinu sem þessi bók er án þess að
gera tilkall til að vera endanleg saga þessa listforms. Það er sjaldan sem
maður fær í hendur svo ríkulega skammtað efni, fjölbreytt og uppvekjandi,
og ber að þakka þeim Nýhilistum fyrir framtakið. Taaaaaaaakkkkkkkkk.
Gauti [...]
DÓMUR: SÍÐASTA LJÓÐABÓK SJÓNS
http://www.tregawott.net/menning/?p=876
Ritstjóri bókarinnar Síðasta ljóðabók Sjóns, hinn rýndi, greiddi fyrir
aðgang að heildarsafni Sjóns í lok nóvember 2008. Samkvæmt
söluskilmálum, sem hann handsalaði við afgreiðslumann, er öll dreifing
ljóða Sjóns til þriðja aðila óheimil nema gegn skriflegu leyfi Sjóns.
Ekki var heldur heimilt að birta, fjölfalda eða dreifa unnum eða óunnum
gögnum nema með leyfi hans. Hinn rýndi hefur ekki óskað eftir
birtingarleyfi frá Sjón. Því er erfitt að meta hver höfundurinn er, hvort
ekki þurfi birtingaleyfi fyrir þessari útgáfu til að mega titla sig
höfund. Verði það niðurstaða dómsins er það í besta falli mjög
umdeilt hvort Celidonius eigi eitthvert tilkall til verksins.
Úlfhildur um Grajauskas
http://www.tregawott.net/menning/?p=882
Þar fyrir utan fara ljóð Litháans út um víðan völl: náttúrumyndir eru
nokkuð algengar, en þær taka á sig ýmis form því í gömlum kirkjum lifir
náttúran góðu lífi eins og í ljóðinu „Háloftin í sveitakirkjum”.
Þar sitja „kóngulóarvefir / í fellingunum” á fatnaði helgra
líkneskja, og „María mey búin að týna barninu / Jesú” [...]
Bestu kveðjur,
Ritstjórn Tíu þúsund tregawatta
tiuthusun...@gmail.com
www.tregawott.net