Högg á vatni
http://www.tregawott.net/menning/?p=971
Höfundarforlagið Nýhil hefur gefið út ljóðabókina Högg á vatni eftir
Hermann Stefánsson, óþolsbók frá góðæristímanum. Bókin er gefin út í
hundrað tölusettum og árituðum eintökum og fæst í bókabúðum á
höfuðborgarsvæðinu.
via Nýhil
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs – tilnefningar
http://www.tregawott.net/menning/?p=973
Nú er búið að opinbera hvaða bækur eru tilnefndar til
bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2010. Í lok mars verður ákveðið
hver fær verðlaunin en þau verða afhent á fundi Norðurlandaráðs í
Reykjavík eftir tæpt ár, í nóvemberbyrjun 2010, þannig að það er nægur
tími til að kynna sér bækurnar. Tvær ljóðabækur og níu skáldsögur eru
tilnefndar að [...]
Arngrímur um Rigningin gerir ykkur frjáls
http://www.tregawott.net/menning/?p=975
Nei, í alvöru. Ég veit eiginlega ekki hverju ég get bætt við þetta,
langar helst bara að birta alla bókina; veit ekki almennilega hvað ég get
sagt meira en það. Nema kannski bara: lestu þessa bók! Hún er helvíti
fín, hún iðar öll og spriklar, stafirnir hoppa milli síða og heimta að
lesandinn fylgi sér [...]
Andri Snær Magnason hlýtur Kairos
http://www.tregawott.net/menning/?p=977
Alfred Toepfer stofnunin í Hamborg hefur tilkynnt að Andri Snær Magnason fá
Kairos verðlaunin árið 2010, sem eru talin ein merkustu menningarverðlaun
Evrópu.
via « Andri Snær Magnason hlýtur ein virtustu menningarverðlaun Evrópu
Eyjan.
Bestu kveðjur,
Ritstjórn Tíu þúsund tregawatta
tiuthusun...@gmail.com
www.tregawott.net