[Menningarslys!] Weekly Digest Email

1 view
Skip to first unread message

admin

unread,
Dec 5, 2009, 2:02:19 AM12/5/09
to tiuthusun...@gmail.com
Nýjasta nýtt á Tíu þúsund tregawöttum:

Högg á vatni
http://www.tregawott.net/menning/?p=971

Höfundarforlagið Nýhil hefur gefið út ljóðabókina Högg á vatni eftir
Hermann Stefánsson, óþolsbók frá góðæristímanum. Bókin er gefin út í
hundrað tölusettum og árituðum eintökum og fæst í bókabúðum á
höfuðborgarsvæðinu.
via Nýhil

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs – tilnefningar
http://www.tregawott.net/menning/?p=973

Nú er búið að opinbera hvaða bækur eru tilnefndar til
bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2010. Í lok mars verður ákveðið
hver fær verðlaunin en þau verða afhent á fundi Norðurlandaráðs í
Reykjavík eftir tæpt ár, í nóvemberbyrjun 2010, þannig að það er nægur
tími til að kynna sér bækurnar. Tvær ljóðabækur og níu skáldsögur eru
tilnefndar að [...]

Arngrímur um Rigningin gerir ykkur frjáls
http://www.tregawott.net/menning/?p=975

Nei, í alvöru. Ég veit eiginlega ekki hverju ég get bætt við þetta,
langar helst bara að birta alla bókina; veit ekki almennilega hvað ég get
sagt meira en það. Nema kannski bara: lestu þessa bók! Hún er helvíti
fín, hún iðar öll og spriklar, stafirnir hoppa milli síða og heimta að
lesandinn fylgi sér [...]

Andri Snær Magnason hlýtur Kairos
http://www.tregawott.net/menning/?p=977

Alfred Toepfer stofnunin í Hamborg hefur tilkynnt að Andri Snær Magnason fá
Kairos verðlaunin árið 2010, sem eru talin ein merkustu menningarverðlaun
Evrópu.
via « Andri Snær Magnason hlýtur ein virtustu menningarverðlaun Evrópu
Eyjan.

Bestu kveðjur,

Ritstjórn Tíu þúsund tregawatta
tiuthusun...@gmail.com
www.tregawott.net

admin

unread,
Dec 12, 2009, 2:01:00 AM12/12/09
to tiuthusun...@gmail.com
Nýjasta nýtt á Tíu þúsund tregawöttum:

Ummyndanir
http://www.tregawott.net/menning/?p=979

Ummyndanir, Metamorphoses, eftir rómverska skáldið Óvíd er eitt af
stórvirkjum klassískra bókmennta. Þetta er gríðarmikill
söguljóðabálkur í fimmtán bókum, um efni úr grískum goða- og
hetjusögum, ritaður snemma á fyrstu öld. Verkið naut óhemju vinsælda á
miðöldum og endurreisnartímanum, en hefur sjálfsagt þokað nokkuð til
hliðar á síðari tímum.
Jón Viðar Jónsson fjallar um Ummyndanir Óvíds [...]

Leitin að Audrey Hepburn
http://www.tregawott.net/menning/?p=981

Bjarni Bjarnason er rithöfundur sem einhvern veginn siglir sífellt undir
radar. Honum kannski rétt bregður fyrir þegar bók eftir hann kemur út,
skýtur upp hausnum stundarkorn, ef það þá gerist. En jafnharðan er hann
kominn aftur undir yfirborðið.
Kristján Þór Guðmundsson skrifar um Leitina að Audrey Hepburn eftir Bjarna
Bjarnason via DV.is - Krítík - Í [...]

Við hlógum ekki – open mic
http://www.tregawott.net/menning/?p=983

Í tilefni af komu Eiríks Arnar, mæta nokkur sjálfelskandi ljóðskáld á
Næsta bar fimmtudaginn 10. desember kl. 21:00 til að syngja fyrir hann og
aðra.

- via Nýhil
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages