Bókmenntasjóður auglýsir eftir umsóknum um Nýræktarstyrki en næsti umsóknarfrestur rennur út 6. apríl 2012. Vinsamlega athugið þó að þar sem síðasti umsóknardagur fellur á helgidag að þessu sinni er leyfilegt að skila inn umsóknum á næsta virka degi, 10. apríl 2012.
Nýræktarstyrkir eru sérstakir styrkir til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap. Eru styrkirnir ætlaðir til að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda, verkum sem hafa takmarkaða eða litla tekjuvon en hafa ótvírætt menningarlegt gildi. Hér falla undir skáldverk í víðri merkingu þess orðs til dæmis sögur, ljóð, barnaefni, leikrit, eða eitthvað allt annað, og leitast er eftir breidd og fjölbreytni í umsóknum. Umsóknareyðublöð eru aðgengileg hér á vefsíðu Bókmenntasjóðs, sjá "Styrkumsóknir" í dálknum til vinstri. Frekari upplýsingar fást á netfanginu b...@bok.is og í síma 552 8500.
Hlutverk Bókmenntasjóðs er að efla íslenskar bókmenntir og bókaútgáfu. Bókmenntasjóður styrkir meðal annars útgáfu frumsaminna verka og þýðingar bókmennta á íslensku, en stuðlar einnig að kynningu íslenskra bókmennta heima og erlendis og sinnir öðrum verkefnum sem falla undir verksvið sjóðsins.
Bestu kveðjur / Best wishes,
Þorgerður Agla Magnúsdóttir
Bókmenntasjóður / The Icelandic Literature Fund
Austurstraeti 18, 4. hæð/4th floor | 101 Reykjavík
www.bok.is | b...@bok.is | +354 552 8500
Iceland was the Guest of Honour at the Frankfurt Book Fair 2011
Reykjavik, the capital city of Iceland, became a UNESCO City of Literature in 2011