[Menningarslys!] Weekly Digest Email

1 view
Skip to first unread message

admin

unread,
Nov 14, 2009, 2:03:08 AM11/14/09
to tiuthusun...@gmail.com
Nýjasta nýtt á Tíu þúsund tregawöttum:

10þ tw - fimmta tölublað
http://www.tregawott.net/menning/?p=885

Nýhil og Tíu þúsund tregawött kynna - samanskroppin af skömm, en
tilneydd, kúguð, lömuð af ótta og í allan stað miður sín:

Bókverk? Ljóð? Vefur? Moggablogg? 5. tölublað Tíu þúsund tregawatta?
Readymade? Myndlist? Myndbandsljóð og ljóðamyndband?
Margmiðlunargagnkvæmisaðilavettvangur? Óforskömmuð auglýsing og
staðgengill fyrir lamað Morgunblað? Mbfr er allt þetta, allt annað og allt
sem þú getur látið [...]

Upplestrarkvöld Uppheima
http://www.tregawott.net/menning/?p=888

Á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18 verður
upplestrarkvöld Uppheimahöfunda fimmtudaginn 12. nóvember kl. 20:00.

Lesið verður úr eftirtöldum bókum:
Bjarni Bjarnason, Leitin að Audrey Hepburn, skáldsaga
Bragi Þórðarson, Sporaslóð. sögur af sérstæðum atburðum og
skemmtilegu fólki.
Böðvar Guðmundsson, Enn... er morgunn, skáldsaga
Gunnar Már Gunnarsson, Milli barna, ljóð
Njörður P. Njarðvík, Hlustaðu á ljósið, ljóð

Virðisaukaskattur á bækur
http://www.tregawott.net/menning/?p=889

Samkvæmt fréttum RÚV er ætlun ríkisstjórnarinnar að hækka
virðisaukaskatt á bækur og geisladiska. Ríkisstjórnum þessa lands er
aldrei alvara þegar kemur að stóru orðunum um stuðning við íslenskt
málsamfélag. Það skiptir engu máli hver er við völd.
Stjórnmálaflokkarnir hafa allir brugðist í þessu máli og nú bregðast
einmitt þeir sem mest hafa miklað sig af [...]

Íslenskir rithöfundar í Skandinavíu
http://www.tregawott.net/menning/?p=891

Það er mikið um að vera meðal íslenskra rithöfunda í Skandinavíu um
þessar mundir. Hópur sex íslenskra rithöfunda kemur saman í tvígang í
Kaupmannahöfn síðar í þessari viku og kynnir verk sín, fyrst fyrir
Íslendingum í Jónshúsi miðvikudaginn 11. nóvember kl. 20 og síðan fyrir
Dönum í Literaturhaus, bókmenntasetri á Nørrebro daginn eftir, einnig kl.
[...]

Dómsmál og ljóð í felum
http://www.tregawott.net/menning/?p=893

Menningarslys er yfirskrift vefsíðunnar Tíuþúsund tregawött, sem ku vera
vefrit um ljóðlist, þó hún beri það ekki endilega með sér...

[T]vímenningarnar Eiríkur Örn Norðdahl og Jón Örn Loðmfjörð [hafa]
tekið sig til og skrumskælt bæði vef Morgunblaðsins og heimasíðu hins
þekkta þjóðfélagsrýnis Stefáns Friðriks Stefánssonar... Tilgangur
uppátækisins er ekki bersýnilegur, en spennandi er að vita [...]

Dagskrá um Matta Jo
http://www.tregawott.net/menning/?p=907

Miðvikudaginn 11. nóvember kl. 17:30 verður dagskrá um Matthías
Johannessen í Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi.

Matthías er skáld mánaðarins á Skólavefnum og að því tilefni vekja
Hlusta.is og Bókasafn Seltjarnaness athygli á skáldinu. Einnig verður sett
upp sýning á munum og verkum Matthíasar á safninu.

Dagskrá:

Þröstur Helgason bókmenntafræðingur ræðir um nýútkomna endurútgáfu
á Samtölum Matthíasar
Pétur Blöndal blaðamaður [...]

Að borða orð
http://www.tregawott.net/menning/?p=909

Sarah Moss, lektor í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands, heldur
fyrirlesturinn “Eating Words: towards a theory of literary food" í Opna
listaháskólanum fimmtudaginn 12. nóvember kl.12:15. Fyrirlesturinn verður í
Skipholti 1, stofu 113.Dr. Sarah Moss er rithöfundur og bókmenntafræðingur
og hefur sérstakan áhuga á mat í bókmenntum. Hún sendi nýlega frá sér
rit um fæðu [...]

Oddný um Auði eftir Vilborgu
http://www.tregawott.net/menning/?p=911

Líkt og í fyrri bókum sínum tekst höfundi að draga upp mjög sannferðuga
mynd af lífinu á þeim tíma sem sagan gerist. Hún notar líka ýmis tól til
þess, ekki síst gagngera heimildavinnu. Texti bókarinnar er frekar forn og
hæfir vel efninu en stundum skortir aðeins á útskýringar orða fyrir hinn
almenna lesanda.
Oddný Árnadóttir fjallar [...]

Ný bók frá Ingunni Snædal
http://www.tregawott.net/menning/?p=915

Ný ljóðabók eftir metsöluljóðskáldið af Jökuldal, Ingunni Snædal,
kemur út á morgun: Föstudaginn 13da nóvember. Nýja bókin heitir komin til
að vera, nóttin. Ingunn las nokkur ljóð upp úr bókinni á
Bókmenntahátíð í Reykjavík í haust, við mikinn fögnuð. Erlendir
útgefendur sem staddir voru á hátíðinni höfðu ekki vitað annað eins,
spurðu hvort skáldið væri [...]

Fulltrúi ráðgátunnar
http://www.tregawott.net/menning/?p=917

Ef Arnaldur Indriðason er fulltrúi sósíalraunsæisins í íslenskri
glæpasagnagerð en Árni Þórarinsson reynir að skrifa í anda amerískra
töffarahöfunda, er Viktor Arnar fulltrúi ráðgátunnar sjálfrar í þessum
kima bókmenntanna.
Illugi Jökulsson um Sólstjaka Viktors Arnars via DV.is - Krítík - Fulltrúi
ráðgátunnar.

Skjól
http://www.tregawott.net/menning/?p=919

Skjól, tónleikar til styrktar hælisleitendum hérlendis fara fram á Grand
Rokk kl. 21 á laugardag. Þar munu bæði skáld og tónlistarmenn leiða saman
hesta sína. Nánar hér.

Bestu kveðjur,

Ritstjórn Tíu þúsund tregawatta
tiuthusun...@gmail.com
www.tregawott.net

admin

unread,
Nov 21, 2009, 2:02:14 AM11/21/09
to tiuthusun...@gmail.com
Nýjasta nýtt á Tíu þúsund tregawöttum:

Dagur íslenskrar tungu: Iceland Report on the Observance of Standards and
Codes
http://www.tregawott.net/menning/?p=924

/caption]

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu endurbirta Tregawöttin ljóð Eiríks
Arnar Norðdahl, Iceland Report on the Observance of Standards and Codes, sem
birtist í fyrsta tölublaði Tregawattanna. Smellið á myndina til að hlýða
á, sjá og lesa.

Þorsteinn frá Hamri hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
http://www.tregawott.net/menning/?p=929

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti í dag
Þorsteini frá Hamri Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í ár. Í umsögn um
Þorstein segir að hann sé á meðal okkar fremstu skálda. Á miðri
atómöld hafi hann ort tvítugur að aldri undir dróttkvæðum hætti í bland
við yngri og frjálsari form. Á mótunarárum Þorsteins hafi tekist á gamall
[...]

Ljóðstafur Jóns úr Vör
http://www.tregawott.net/menning/?p=931

Lista- og menningarráð Kópavogs efnir til árlegrar ljóðasamkeppni undir
heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör.
Veitt verða vegleg verðlaun og mun verðlaunaskáldið fá til varðveislu í
eitt ár göngustaf sem á verður festur skjöldur með nafni skáldsins.
Þriggja manna dómnefnd mun velja úr ljóðum sem berast.

Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina. Þau [...]

Gegn Jaime Gil de Biedma e. Jaime Gil de Biedma
http://www.tregawott.net/menning/?p=328

Hvaða tilgangi þjónar það, vildi ég gjarnan vita, að skipta um íbúð,
skilja eftir sig kjallara svartari
en orðspor mitt – og þá er mikið sagt –
hengja upp hvít gluggatjöld
og fá sér þjónustustúlku,
snúa baki við bóhemlífinu,
ef svo kemur þú, plága,
óboðni gestur, fáviti klæddur í fötin mín,
afæta, ónytjungur, bjáni,
með hendur þínar þvegnar,
til að borða af disknum mínum og skíta út íbúðina?

Lágstemmd, truflandi mennska
http://www.tregawott.net/menning/?p=934

Sjálf segist ein af persónum Gyrðis í sögunni sem bókin heitir eftir hafa
lesið það einhvern tímann að það að lesa blöðin á hverjum morgni
væri hliðstæða þess að „taka eitur á fastandi maga“. Ætli eitrið
sem Gyrðir nefnir geti því ekki meðal annars haft þau áhrif að lesandinn
verður ekki eins móttækilegur fyrir skáldskap [...]

Jón Yngvi um Gæsku
http://www.tregawott.net/menning/?p=936

Á íslensku heitir útópía staðleysa. Andheitið, dystópía, sem lýsir
ranghverfu draumalandsins, neikvæðri staðleysu eða vondum stað heitir á
hinn bóginn ekki neitt á íslensku. Kannski er þetta vegna þess hvað
Íslendingar voru bláeygir, bjartsýnir og trúaðir á framfarir allt þangað
til síðasta haust.Gæska Eiríks Arnar Norðdahl er staðleysa, hún fjallar
um Ísland sem ekki [...]

Ragnar í Smára - útgáfufagnaður
http://www.tregawott.net/menning/?p=938

Í tilefni útgáfu bókar Jóns Karls Helgasonar um Ragnar í Smára verður
útgáfuveisla í Eymundsson við Skólavörðustíg föstudaginn 20. nóvember
kl. 17. Bjartur gefur bókina út.

Ragnar í Smára var goðsögn í lifanda lífi; kraftmikill sveitastrákur úr
Flóanum sem gerðist iðnrekandi, bókaútgefandi, málverkasafnari og lífið
og sálin í íslensku tónlistarlífi um áratugaskeið. Ragnar var margbrotinn
persónuleiki [...]

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages