Hér á umræðuþræðinum er meiningin að hafa opna umræðu um málefni okkar
sem erum haldin Kæfisvefni.
Þráðurinn er öllum opinn sem vilja taka þátt í umræðunni og þú getur
afskráð þig af þræðinum hvenær sem er með því að senda netpóst á
netfangið kaefisvefn+ unsub...@googlegroups.com.
Hafa ber í huga að þráðurinn verður aldrei neitt nema að við gerum
hann að einhverju með því að nota hann.
Stutt lýsing á umræðuþræðinum:
Þetta er opinn íslenskur umræðuþráður um kæfisvefn. Stofnandi
þráðarins Sigurjón Einarsson er nýlega greindur með kæfisvefn og farin
að sofa með svefnöndunartæki sér til aðstoðar og langar hér að miðla
af sinni reynslu til annarra og einnig gefa öðrum færi á að miðla
sinni reynslu. Tengist!!