Í nótt var þriðja nóttin mín með „Svefnöndunartæki“ og má lesa um
reynslu mína af notkun tækisins á www.sjonni-boy.blog.is.
Eins og þarna kemur fram þá er ég með nefgrímu og gekk þokkalega
fyrstu tvær næturnar.
En nú bregður svo við að ég vakna þreyttur eftir þriðju nóttina og vil
ég kenna um nasarkvefi og þar með takmörkuðu loftstreymi um nefgöngin.
Er einhver þarna sem hefur reynslu af þessu?