Jólafundur og styrkúthlutun úr Minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar

3 views
Skip to first unread message

Íslenska stærðfræðafélagið

unread,
Dec 29, 2025, 4:41:49 AM12/29/25
to islenskastaerdfraedafelagid
Heil og sæl,

Við viljum minna á jólafundinn í dag kl. 16:00, 29. des., í stofu 132 í Öskju, Háskóla Íslands.

Fundurinn hefst með kaffi og konfekti kl. 16:00 og í framhaldinu flytur formaður félagsins stutt yfirlit yfir starfsemina á árinu. Svo kl. 16:30 mun Eyvindur Ari Pálsson halda fyrirlestur sem ber heitið Fjarlægðartilgáta Falconers.

Ágrip: Hver er minnsti fjöldi mismunandi fjarlægða milli N punkta í planinu? Hinn frægi stærðfræðingur Paul Erdős setti fram þessa skemmtilegu spurningu árið 1946 og sagði síðar á ferlinum að hún væri sitt helsta framlag til rúmfræðinnar. Árið 1985 setti Kenneth Falconer fram hliðstæða spurningu sem er orðin ein af helstu opnu vandamálunum á mörkum rúmfræðilegrar málfræði og Fourier greiningar. Í þessum fyrirlestri verða þessar tvær spurningar kynntar ásamt nokkrum tilbrigðum.

--

Einnig langar okkur að minna á að styrkir úr Minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings verða afhentir laugardaginn 3. janúar kl 13:30 í Öskju, stofu N-132. Í athöfninni verða stutt stærðfræðileg ávörp til að minnast Hjalta og eftir styrkafhendinguna verður boðið upp á veitingar fyrir utan stofuna.

Vinsamlegast skráið ykkur á eftirfarandi hlekk ef þið hyggist mæta (ekki nauðsynlegt en hjálplegt til að áætla fjölda):
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSf3ZOPEJVw_kLIiGBjFQyY0eC-oY683gNeVPzhv4GvLexR58Q/viewform?usp=dialog

Kveðja,
stjórnin



Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages