Doktorsvörn í stærðfræði

6 views
Skip to first unread message

Íslenska stærðfræðafélagið

unread,
Apr 13, 2011, 8:00:33 AM4/13/11
to IslenskaStaer...@googlegroups.com

Doktorsvörn í stærðfræði: Samverkandi eindalíkan tengt kvikum orkubúskap:
greining þess og notkun
Hefst: 16/04/2011 - 14:00
Lýkur: 16/04/2011 - 16:00 Staðsetning: Askja
Nánari staðsetning: Stofa 132 (stóri salurinn)

Laugardaginn 16. apríl fer fram doktorsvörn við Raunvísindadeild Háskóla
Íslands. Þá ver Baldvin Einarsson stærðfræðingur doktorsritgerð sína:
"Samverkandi eindalíkan tengt kvikum orkubúskap: greining þess og notkun"
(e. An Interacting Particle Model and Dynamic Energy Budget Theory:
Analysis and Applications)
Andmælendur eru Dr. José Antonio Carrillo, prófessor við Universidad
Autonoma de Barcelona, og Dr. Geir Huse, yfirmaður rannsókna á vistkerfum
og breytingum fiskistofna hjá Hafrannóknastofnuninni í Bergen.
Leiðbeinendur Baldvins eru Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskóla,
Santa Barbara, og gestaprófessor við Háskóla Íslands, og Sven Þ.
Sigurðsson, prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla
Íslands. Auk þeirra situr í doktorsnefnd Ragnar Sigurðsson, prófessor við
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.
Deildarforseti Raunvísindadeildar, Guðmundur G. Haraldsson prófessor,
stýrir athöfninni sem fer fram í sal 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla
Íslands, og hefst kl. 14:00.

Baldvin Einarsson fæddist árið 1981. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið
2001, BS-gráðu í stærðfræði árið 2005 frá Háskóla Íslands og árið 2007
hlaut hann kennsluréttindi í framhaldsskóla frá sama skóla. Hann hefur
unnið að rannsóknum tengdum doktorsverkefni sínu undanfarin sex ár bæði
við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og einnig við stærðfræðideild
Kaliforníuháskóla í Santa Barbara. Hann hefur hlotið styrki frá
Hafrannsóknastofnuninni og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.
Doktorsritgerðin er á sviði samverkandi eindalíkana og nýtingu þeirra til
þess að líkja eftir göngum hins íslenska loðnustofns. Settir eru fram
nokkrir stikar til þess að mæla eiginleika eindalíkansins og þeir
rannsakaðir. Lýst er hvaða skölun á sér stað milli stika líkansins þegar
fjölda einda er breytt. Einnig er líkan fyrir svokallaðan kvikan
orkubúskap þróað fyrir íslensku loðnuna en með því má líkja eftir
hrognafyllingu loðnunnar. Sýnt er hvernig þessi tvö líkön eru tengd saman
og þannig fengið fram heildstætt líkan fyrir innri breytur og göngur
loðnunnar.

- - - - - - - - - - - - - -

On Saturday April 16 Baldvin Einarsson, mathematician, will defend his
Ph.D. thesis: “An Interacting Particle Model and Dynamic Energy Budget
Theory: Analysis and Applications”.
Opponents are Dr. José Antonio Carrillo de la Plata, professor at the
Universidad Autonoma de Barcelona, and Dr. Geir Huse, head of Research
Programme on Ecosystem and stock dynamics at the Institute of Marine
Research in Norway.
The Ph.D. advisors of Baldvin Einarsson are Björn Birnir, professor at the
University of California, Santa Barbara, and guest professor at University
of Iceland, and Sven Þ. Sigurðsson, professor at the School of Engineering
and Natural Sciences, University of Iceland. The third member of the
doctoral committee is Ragnar Sigurðsson, professor at the School of
Engineering and Natural Sciences.
The Head of the Faculty, Professor Guðmundur G. Haraldsson, will conduct
the ceremony which takes place in room 132 of Askja, the building of
Natural Sciences , and starts at 2 p.m.

Baldvin Einarsson was born 1981. He completed his B.Sc. degree in
mathematics in 2005 from the University of Iceland, and received a
teaching diploma in 2007 from the same university. During the past six
years, he has carried out his Ph.D. research at the Faculty of Physical
Sciences, University of Iceland, and at the mathematics department of the
University of California, Santa Barbara. He received stipends from the
Marine Research Institute of Iceland and the University of Iceland
Research Fund.
Baldvin's thesis is in the field of interacting particle models, with
applications to the migrations of capelin. Several measures are presented
in order to investigate the behavior of the particle model, and how
parameters of the model scale with the number of particles. These measures
are analysed and also investigated with simulations. A Dynamic Energy
Budget model is then developed for the capelin, and is used to capture the
roe content of individual capelin. In the thesis it is shown how these two
models can be integrated to produce a comprehensive model for the inner
dynamics and migrations of the Icelandic capelin.

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages