Þátttökugjald er 28.000
kr og innifalið í gjaldinu er einnig kaffi og með því í hléum,
hádegismatur á laugardegi og sunnudegi, kvöldverður á laugardagskvöldi
og morgunmatur á sunnudeginum. Við vekjum athygli á því að drykkir eru
ekki seldir á staðnum en þátttakendum er heimilt að taka þá með.
Gistiaðstaðan
er í heimavistarstíl og mjög takmarkaður fjöldi einkaherbergja í boði.
Salernisaðstaða er sameiginleg. Þátttakendur þurfa að koma með handklæði og rúmföt
(sængurver, koddaver og lak). Ef þið viljið heldur gista í
einstaklingsgistingu með meiri þjónustu bendum við ykkur á að athuga með
hótelgistingu t.d. á Hvammstanga eða Laugarbakka. Munið eftir
sundfötum!
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst ef þið hyggist taka þátt.
Dagskráin er ekki fullskipuð, svo ef þið hafið efni í erindi sem þið viljið kynna á ráðstefnunni þá megið þið gjarnan senda titil og ágrip á
i...@stae.is.
Kveðja,
Stjórnin