Fyrsta styrkúthlutun úr Minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings

5 views
Skip to first unread message

Íslenska stærðfræðafélagið

unread,
Dec 15, 2024, 9:38:52 AM12/15/24
to islenskastaerdfraedafelagid
Kæru félagar,

Laugardaginn 4. janúar verður fyrsta styrkúthlutun úr Minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings sem lést 15. desember, 2023. Viðburðurinn verður haldinn í Veröld, húsi Vigdísar klukkan 13.30 og mun standa yfir í um 2 klukkustundir. Gamlir vinir Hjalta, samstarfsfólk og/eða kennarar munu halda stærðfræðierindi í um það bil klukkustund og síðan verður boðið upp á kaffi og styrkþegar kynntir.

Við viljum bjóða meðlimum stærðfræðafélagsins og sérstaklega þeim sem þekktu til Hjalta að taka þátt í þessum viðburði. Vinsamlegast staðfestið þátttöku með því að svara þessum tölvupósti fyrir 19. desember.

Kveðja,
Sigurður Örn
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages