Bókarverðlaun fyrir nýstúdenta og

0 views
Skip to first unread message

Íslenska stærðfræðafélagið

unread,
Jul 2, 2024, 6:29:08 AM (14 days ago) Jul 2
to islenskastaerdfraedafelagid
Heil og sæl kæru félagar,

Í maí og júní fengu 16 nýstúdentar bókarverðlaun frá félaginu fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði á stúdentsprófi. Þau eru: 
  • Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín
  • Anna Lára Grétarsdóttir
  • Birgitta Ingólfsdóttir
  • Birkir Snær Axelsson+
  • Eva Margrét Falsdóttir
  • Gabríela Albertsdóttir
  • Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir
  • Hildur Steinsdóttir
  • Katrín Hekla Magnúsdóttir
  • Kjartan Ásgeirsson
  • Lúcía Sóley Óskarsdóttir
  • Magnús Máni Sigurgeirsson
  • Ólafía Guðrún Friðriksdóttir
  • Ragna María Sverrisdóttir
  • Salka Heiður Högnadóttir
  • Theódór Helgi Kristinsson

Einnig langar mig að benda ykkur á tvö námskeið sem Nanna Kristjánsdóttir stendur fyrir í ágúst, Stelpur diffra og Kennarar diffra, sjá tilkynningu hér fyrir neðan.

Kveðja
Benedikt Magnússon

***************
Stelpur og kennarar diffra!
Í sumar verður boðið upp á tvenns konar námsbúðir í stærðfræði, annars vegar fyrir stelpur og stálp og hins vegar kennara á framhaldsskólastigi.
  • Stelpur diffra
    Námsbúðirnar verða haldnar í fjórða sinn vikuna 12.-16. ágúst 2024 í húsakynnum Háskóla Íslands. Búðirnar eru hugsaðar fyrir stelpur og stálp sem hafa lokið fyrsta ári í framhaldsskóla, hafa áhuga á stærðfræði og vilja læra meira umfram það sem kennt er í skólum og í leiðinni kynnast öðrum með svipuð áhugamál og reynsluheim. Við skoðum bæði fræðin sjálf og hvernig þau birtast í daglegu lífi í gegnum skemmtileg verkefni frá flottum kennurum, sem allar eru starfandi stærðfræðingar. Í fyrri búðum hafa ýmsar undirgreinar stærðfræðinnar verið teknar fyrir, líkt og algebra, talningafræði, netafræði, rúmfræði og margt fleira! Skráningu, myndir úr fyrri búðum og frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni stelpurdiffra.is og á Facebook síðu búðanna, sem við hvetjum fólk til að smella læki á.
  • Kennarar diffra
    Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á Kennarar diffra, sem verða með svipuðu sniði og Stelpur diffra námsbúðirnar nema hugsaðar fyrir kennara á framhaldsskólastigi. Búðirnar verða haldnar í húsakynnum HÍ dagana 6.-9. ágúst 2024. Markmiðið með kennarabúðunum er að veita kennurum rými og tíma til að læra nýja (eða rifja upp) stærðfræði utan þess efnis sem þau kenna almennt í framhaldsskólum og að búa til vettvang þar sem kennarar geta hist og rætt saman um störf sín og pælingar. Skráning fer fram á hlekknum https://forms.gle/18hkqX23SCrLLa5P7. Karlar og kennarar af öllum kynjum eru velkomin!
Spurningar eða vangaveltur má endilega senda á in...@stelpurdiffra.is
*****************

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages