Aðalfundur Íslenska Stærðfræðafélagsins

3 views
Skip to first unread message

Sigurður Örn Stefánsson - HI

unread,
Jan 19, 2023, 8:06:04 AM1/19/23
to Sigurður Örn Stefánsson - HI
Kæru félagar.

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 26. janúar klukkan 17 í VR-II við Hjarðarhaga í stofu V-148.

Gott væri ef framboð til stjórnar* og tillögur um önnur mál myndu berast okkur í tölvupósti í aðdraganda fundar.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar flutt.
3. Lagabreytingar.**
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.
6. Kosning stjórnarmanna.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga.
8. Ákvörðun árgjalds.
9. Önnur mál.

*Helstu hlutverk stjórnar felast í samskiptum við regnhlífarsamtök og fagfélög erlendis, skipulagi funda og málfunda þegar við á, skipulagi ráðstefnunnar Stærðfræði á Íslandi sem haldin er annað hvert ár að jafnaði, utanumhald með bókarverðlaunum til nýstúdenta, upplýsingagjöf til félaga um viðburði tengda stærðfræði og stærðfræðimenntun, ofl.

**Stjórninni bárust tvær lagabreytingartillögur frá Sigurði Erni Stefánssyni. Núverandi lög félagsins eru aðgengileg á http://stae.is/isf/log

1. Varðandi inntöku nýrra félaga.

Við 3. grein bætist setningin: ,,Stjórn tekur ákvörðun um inngöngu nýrra félaga."
Í 7. grein er 5. töluliður felldur út. Í stað hans kemur
,,5. Nýir félagar kynnti."

Rökstuðningur: Það er æskilegt að hægt sé að taka inn félaga á öllum tímum ársins en ekki bara á aðalfundum.

2. Varðandi eigur félagsins komi til slita.

11. grein er breytt þannig að í stað þess að eigur félagsins rynnu til Raunvísindastofnunar Háskólans við slit rynnu þær til Flatar, samtaka stærðfræðikennara.

Rökstuðningur: Raunvísindastofnun Háskólans hefur verið færð undir fjárlaganúmer Háskóla Íslands. Framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar var innt eftir því hvort eigur félagsins myndu skila sér til stofnunarinnar kæmi til slita stærðfræðafélagsins. Hún gat ekki staðfest að svo yrði. Því er óljóst hvaða merkingu þetta ákvæði laganna hefur og þar með væri skynsamlegast að breyta því, a.m.k. meðan þessi óvissa ríkir.


Við vonumst til að sjá sem flesta félaga á fundinum.
Bestu kveðjur frá stjórn félagsins.
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages