Minningarsjóður Hjalta Þórs

4 views
Skip to first unread message

Íslenska stærðfræðafélagið

unread,
Aug 8, 2024, 8:53:26 AM8/8/24
to islenskastaerdfraedafelagid

Komið sæl,

Við viljum vekja athygli félaga á minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings sem lést 15. desember síðastliðinn. Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta stofnaði sjóðinn og verið er að safna framlögum í hann, meðal annars í gegnum Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Hægt er að heita á hlaupahópinn á eftirfarandi hlekk: https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlaupahopar/12012-minning-hjalta-thors-lifir?fbclid=IwY2xjawEhmXFleHRuA2FlbQIxMQABHVsZ_X_L3Ux846kPi-hqA-KFXIMERj4ztGpyBJnCdrJq01JHrjpuzXolag_aem_zhvbBXm_5R2e314yuaKMaA Einnig er tekið við framlögum á bankareikning sjóðsins 0133-15-007489 kt. 440624-0650.

Tilgangur minningarsjóðsins er að hvetja efnilega stærðfræðinema til dáða og gefa þeim tækifæri til framhaldsnáms í stærðfræði. Nemendur sem lokið hafa kröfum fyrstu tveggja námsára í stærðfræði við Háskóla Íslands eiga kost á að sækja um styrki í sjóðinn í upphafi haustmisseris hvers skólaárs. Sjóðurinn veitir að öllu jöfnu einn til tvo styrki ár hvert, í samræmi við tilgang sjóðsins. 

Hjalti Þór snerti marga á sinni stuttu æfi, en hann var við doktorsnám í stærðfræði við ETH í Zürich í Sviss þegar hann lést. Hjalti hugðist útskrifast nú í júní 2024, en því miður fylltist hugur hans ranghugmyndum sem áttu sér engar stoðir í raunveruleikanum, en urðu honum að bana. 

Hjalti átti mjög marga ættingja, vini og kunningja, en hann var afar vel liðinn og sakna allir hans sárt og vilja minningu Hjalta Þórs á lofti um ókomin ár. 

Fyrir hönd stjórnar,

Sigurður Örn Stefánsson

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages