Fyrirlestur hjá Íslenska stæðfræðafélaginu - Fimmtudaginn 2. maí

2 views
Skip to first unread message

Íslenska stærðfræðafélagið

unread,
Apr 29, 2024, 1:13:59 PMApr 29
to islenskastaerdfraedafelagid
Kæra félagsfólk,

Fimmtudaginn 2. maí mun Baldur Sigurðsson við Universidad Complutense Madrid flytja erindi um grannfræði sérstöðupunkta á fáguðum tvívíðum rúmum. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17.00 í VR-2, stofu 158 í HÍ. Eins og venja er mun vera heitt á könnunni frá 16.30. 

Ágrip: Margfeldni sérstöðupunkts (á fáguðu tvívíðu rúmi) er töluleg óbreyta sem
hægt er að lýsa á ýmsan hátt. Við lýsum grannfræði slíks punkts, og
sýnum dæmi um að marfeldnin ákvarðast ekki af henni. Við tölum svo um
spurningu Zariski sem spyr hvort hægt sé að ákvarða margfeldni
sérstöðupunkts á háfleti af grannfræði hans, greyptri í þjált rúm.

Kveðja
Benedikt Magnússon
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages