Jólafyrirlestur Íslenska stærðfræðafélagsins 29. des

0 views
Skip to first unread message

Íslenska stærðfræðafélagið

unread,
Dec 22, 2025, 6:45:34 PM (6 days ago) Dec 22
to islenskastaerdfraedafelagid
Ágæta félagsfólk,

Jólafundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn þann 29. desember kl. 16:00 í stofu 132 í Öskju, Háskóla Íslands.

Fundurinn hefst með kaffi og konfekti kl. 16:00 og í framhaldinu flytur formaður félagsins stutt yfirlit yfir starfsemina á árinu. Svo kl. 16:30 mun Eyvindur Ari Pálsson halda fyrirlestur sem ber heitið Fjarlægðartilgáta Falconers.

Ágrip: Hver er minnsti fjöldi mismunandi fjarlægða milli N punkta í planinu? Hinn frægi stærðfræðingur Paul Erdős setti fram þessa skemmtilegu spurningu árið 1946 og sagði síðar á ferlinum að hún væri sitt helsta framlag til rúmfræðinnar. Árið 1985 setti Kenneth Falconer fram hliðstæða spurningu sem er orðin ein af helstu opnu vandamálunum á mörkum rúmfræðilegrar málfræði og Fourier greiningar. Í þessum fyrirlestri verða þessar tvær spurningar kynntar ásamt nokkrum tilbrigðum.

Kærar kveðjur og gleðileg jól,
stjórnin



Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages