Kæru félagar.
Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 17:00 í stofu 155 í VR-II, HÍ, við Hjarðarhaga.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar flutt.
3. Samstarfsverkefni félagsins á erlendum vettvangi.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.
6. Kosning stjórnarmanna.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga.
8. Ákvörðun árgjalds.
9. Önnur mál.
*Helstu
hlutverk stjórnar felast í samskiptum við regnhlífarsamtök og fagfélög
erlendis, skipulagi funda og málfunda þegar við á, skipulagi
ráðstefnunnar Stærðfræði á Íslandi sem haldin er annað hvert ár að jafnaði,
utanumhald með bókarverðlaunum til nýstúdenta, upplýsingagjöf til
félaga um viðburði tengda stærðfræði og stærðfræðimenntun, ofl.
Við vonumst til að sjá sem flesta félaga á fundinum.
Bestu kveðjur,
Benedikt Steinar Magnússon