Aðalfundur 2025

7 views
Skip to first unread message

Íslenska stærðfræðafélagið

unread,
Feb 19, 2025, 10:04:07 AMFeb 19
to islenskastaerdfraedafelagid
Kæru félagar.

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 17:00 í stofu 155 í VR-II, HÍ, við Hjarðarhaga

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar flutt.
3. Samstarfsverkefni félagsins á erlendum vettvangi.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.
6. Kosning stjórnarmanna.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga.
8. Ákvörðun árgjalds.
9. Önnur mál.

*Helstu hlutverk stjórnar felast í samskiptum við regnhlífarsamtök og fagfélög erlendis, skipulagi funda og málfunda þegar við á, skipulagi ráðstefnunnar Stærðfræði á Íslandi sem haldin er annað hvert ár  jafnaði, utanumhald með bókarverðlaunum til nýstúdenta, upplýsingagjöf til félaga um viðburði tengda stærðfræði og stærðfræðimenntun, ofl.

Við vonumst til sjá sem flesta félaga á fundinum.
Bestu kveðjur,
Benedikt Steinar Magnússon
Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages