Jólafyrirlestur

10 views
Skip to first unread message

Íslenska stærðfræðafélagið

unread,
Dec 27, 2022, 11:34:18 AM12/27/22
to islenskastaerdfraedafelagid
Komið sæl og gleðilega hátíð!

Fimmtudaginn 29. desember munum við halda jólafyrirlestur Íslenska stærðfræðafélagsins. Fyrirlesturinn hefst kl 17 og fer fram í stofu 157 í VRII. Ykkur er velkomið að mæta fyrr í konfekt og spjall. Fyrirlesari er Hjalti Þór Ísleifsson og titill erindis hans er: Ummálsjafnaðarójöfnur í rúmum með hvergi jákvæðan krappa.  Ágrip má finna hér fyrir neðan.
Öll velkomin!

Jólakveðjur, 
Stjórnin

Fyrirlesari: Hjalti Þór Ísleifsson


Tími: 29. desember, kl 17.


Staður: Háskóli Íslands. VRII, stofa 157


Titill: Ummálsjafnaðarójöfnur í rúmum með hvergi jákvæðan krappa.


Ágrip: Sagt verður frá ummálsjafnaðarójöfnum sem gilda í evklíðskum og breiðgerum rúmum og svo hvernig þær heimfærast á rúm sem uppfylla efri krappaskilyrði. Fjallað verður um ýmsar nýlegar niðurstöður og tilgátur um þessi efni. Loks verður stuttlega gerð grein fyrir hagnýtingum, ef tími gefst. Fyrirlesturinn verður auðskiljanlegur – öll þau hugtök í þessu ágripi kunna að vera framandi verða skilgreind í fyrirlestrinum.

Reply all
Reply to author
Forward
0 new messages