Komið sæl aftur,
Það er víst ekki hægt að svara síðasta pósti sem ég sendi svo ég bið þau ykkur um að senda staðfestingu á
sigu...@hi.is.
Afsakið þetta.
Kveðja,
Sigurður Örn
Fyrra skeyti:
Kæru félagar,
Laugardaginn 4. janúar verður fyrsta styrkúthlutun úr Minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings sem lést 15. desember, 2023. Viðburðurinn verður haldinn í Veröld, húsi Vigdísar klukkan 13.30 og mun standa yfir í um 2 klukkustundir. Gamlir vinir Hjalta, samstarfsfólk og/eða kennarar munu halda stærðfræðierindi í um það bil klukkustund og síðan verður boðið upp á kaffi og styrkþegar kynntir.
Við viljum bjóða meðlimum stærðfræðafélagsins og sérstaklega þeim sem þekktu til Hjalta að taka þátt í þessum viðburði. Vinsamlegast staðfestið þátttöku með því að svara þessum tölvupósti fyrir 19. desember.
Kveðja,
Sigurður Örn